Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

32. fundur 19. janúar 2022 kl. 17:00 - 19:00 sem fjarfundur á Teams
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Einar Jónsson forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar Suðurnesjabæjar var gestur fundarins í máli 6 og 8 og dró á milli lóðarumsækjenda.

1.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Tillögur valkosta um þróun þéttbýlis lagðar fram til umfjöllunar.
Ráðið leggur til að horft verði til þeirra þátta í stefnukosti B sem snúa að nýtingu þess lands sem þegar hefur verið skipulagt og jafnframt að nýtt byggingarland verði skipulagt utan núverandi þéttbýlis í jaðri núverandi byggðar, á því svæði sem liggur milli þéttbýlisstaðanna Garðs og Sandgerðis. Einnig verði horft til þéttingar núverandi byggðar þannig að eldri svæði verði að einhverju leiti betur nýtt. Jafnframt tekur ráðið undir tillögu um hjáleið/ofanbyggðaveg ofan við núverandi þéttbýliskjarna í Garði.

2.Deiliskipulag Ofan Garðvangs -Teiga- og Klappahverfi - Endurskoðun seinni hluta hverfis

2109110

Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi efri hluta Teiga- og Klapparhverfis, ofan Garðvangs lögð fram til umfjöllunar.
Framkvæmda- og skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Teiga- og Klapparhverfis, ofan Garðvangs skv. 41. og 43. gr. skipulagslaga.

3.Gauksstaðir - uppbygging gistirýma - fyrirspurn

2111038

Landeigandi Gauksstaða, F2333077 óskar eftir leyfi til uppbyggingar á gistirýmum í
smáhýsum fyrir ferðaþjónustu skv. meðfylgjandi erindi. Afgreiðslu erindis (mál 18) frestað á 31. fundi ráðsins.
Ráðið tekur ágætlega í fyrirhuguð áform. Samkvæmt samantekt ráðgjafa Suðurnesjabæjar í skipulagsmálum þarf að vinna deiliskipulag fyrir svæðið samhliða breytingu á aðalskipulagi. Þessu tengt þarf einnig að vinna umhverfismatsskýrslu, deiliskráningu fornleifa, byggða og húsakönnun ásamt rýni sjóvarnaráætlunar með t.t. fyrirugaðrar landnotkunar. Ráðið telur jafnframt að umsækjendur þurfi að gera með skýrum hætti grein fyrir því hvernig umferð að svæðinu verði háttað, en samkvæmt erindinu standa væntingar umsækjenda til þess að fyrirhuguð starfssemi muni draga til sín verulegan fjölda gesta, en núverandi umferðatenging við svæðið er takmörkuð eins og staðan er nú. Þegar skipulag umferðar um svæðið liggur fyrir leggur ráðið til að þau áform verði kynnt þeim sem hagsmuni kunni að eiga.

4.Strandgata 24 - fyrirspurn - stækkun fasteignar

2109027

Óskað er eftir heimild til stækkunnar á atvinnuhúsnæði Strandgötu 24. Mál áður á dagskrá á 29. fundi ráðsins. Ný gögn hafa borist í samræmi við fyrri afgreiðsu málsins.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð byggingaráform.

5.Dynhóll 4 - umsókn um lóð

2112056

Fagurhóll Investments ehf. sækir um lóðina Dynhóll 4 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

6.Breiðhóll 7 - umsókn um lóð

2112001

2 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Breiðhól 7:
1. SF Capital ehf.
2. Fagurhóll Investments ehf.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn Fagurhóll Investments dregin út.

7.Skagabraut 17a - Umsókn um lóð

2201033

Sigrún Kristjánsdóttir og Guðmundur Ragnarsson sækja um lóðina Skagabraut 17a undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt

8.Nátthagi 9 - umsókn um lóð

2201037

3 umsóknir eru um frístundahúsalóðina Nátthagi 9:
1. Svava Hlöðversdóttir
2. HS Dreifing ehf.
3. Sigríður Róbertsdóttir
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn Sigríðar Róbertsdóttir dregin út.

9.Svæðisskipulag Suðurnesja 2020-2035

2102004

Bréf frá Landsnet vegna Svæðisskipulags Suðurnesja lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?