Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

31. fundur 30. nóvember 2021 kl. 17:00 - 19:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Jón Stefán Einarsson arkitekt var gestur fundarins í máli nr. 1.
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri var gestur fundarins í máli 1-12 og dró hann á milli umsækjenda.

1.Deiliskipulag Ofan Garðvangs -Teiga- og Klappahverfi - Endurskoðun seinni hluta hverfis

2109110

Drög að breyttu deiliskipulagi lagt fram til kynningar.
Samþykkt að vinna áfram að deiliskipulagstillögu í samræmi við umræður og ábendingar á fundinum.

2.Skerjabraut 1-7 - umsókn um lóð

2111063

6 umsóknir bárust um lóðina sem er keðjuhús með 4 íbúðum.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.2, Húseignir Leirdal ehf. dregin út.
Til vara 1, umsókn nr.1, Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf.
Til vara 2, umsókn nr.5, Viðar J. ehf.

3.Skerjabraut 9-17 - umsókn um lóð

2111064

6 umsóknir eru um lóðina sem er keðjuhús með 5 íbúðum.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.6, Líba ehf. dregin út.
Til vara 1, umsókn nr.5, Fagurhóll Investments ehf.
Til vara 2, umsókn nr.2, Húseignir Leirdal ehf.

4.Bárusker 2 - umsókn um lóð

2111047

3 umsóknir um lóðina sem er fjölbýlishús með 11 íbúðum.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.1, Biksteinn ehf. dregin út.
Til vara 1, umsókn nr.3, HP hús ehf.
Til vara 2, umsókn nr.2, Húsanes ehf.

5.Bárusker 4 - umsókn um lóð

2111048

2 umsóknir um lóðina sem er fjölbýlishús með 11 íbúðum.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.2, HP hús ehf. dregin út.
Til vara 1, umsókn nr.1, Húsanes ehf.

6.Bárusker 3 - umsókn um lóð

2111046

12 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 4 íbúðum.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.7, Vapp ehf. dregin út.
Til vara 1, umsókn nr.1, Dalsbygg ehf.
Til vara 2, umsókn nr.8, Húsanes ehf.

7.Bárusker 5 - umsókn um lóð

2111036

14 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 4 íbúðum.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.14, Líba ehf. dregin út.
Til vara 1, umsókn nr.6, Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf.
Til vara 2, umsókn nr.1, Dalsbygg. ehf.

8.Bárusker 6 - umsókn um lóð

2111060

14 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 4 íbúðum.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.6, Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf. dregin út.
Til vara 1, umsókn nr.10, RH ehf.
Til vara 2, umsókn nr.7, Vapp ehf.

9.Bárusker 7 - umsókn um lóð

2111037

17 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 4 íbúðum.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.11, Cympa ehf. dregin út.
Til vara 1, umsókn nr.8, Húsanes ehf.
Til vara 2, umsókn nr.6, Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf.

10.Bárusker 8 - umsókn um lóð

2111061

10 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 3 íbúðum.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.11 HE verk dregin út.
Til vara 1, umsókn nr.5, Viðar J.
Til vara 2, umsókn nr.1, Dalsbygg ehf

11.Bárusker 10 - umsókn um lóð

2111062

15 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 4 íbúðum.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.7, Viðar J. dregin út.
Til vara 1, umsókn nr.3, Fagurhóll Investments ehf
Til vara 2, umsókn nr.9 Brix ehf.

12.Brimklöpp 2 - umsókn um lóð

2111016

4 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.3, R.Vignir Guðmundsson dregin út.
Til vara 1, umsókn nr.1, Eyþór Guðjónsson
Til vara 2, umsókn nr.4, Árni J. Guðmundsson

13.Berjateigur 2-12 - breyting á deiliskipulagi - fyrirspurn

2111050

Lóðarhafi óskar eftir breytingu á deiliskipulagi þriggja parhúsalóða í þriggja íbúða raðhúsalóðir.
Ráðið hafnar tillögu að deiliskipulagsbreytingu og telur rétt að halda þerri íbúðasamsetningu og þéttleika sem lagt er upp með í gildandi deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreyting á svæðinu seinkar auk þess uppbyggingu á lóðunum um nokkra mánuði en mikil eftirspurn er eftir sambærilegum parhúsalóðum í sveitarfélaginu.

14.Asparteigur 1, 3, 5, 7 - breyting á fyrirkomulagi lóða - fyrirspurn

2111035

Lóðarhafi óskar eftir breytingu á deiliskipulagi tveggja parhúsalóða í þriggja íbúða raðhúsalóðir.
Ráðið hafnar tillögu að deiliskipulagsbreytingu og telur rétt að halda þerri íbúðasamsetningu og þéttleika sem lagt er upp með í gildandi deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreyting á svæðinu seinkar auk þess uppbyggingu á lóðunum um nokkra mánuði en mikil eftirspurn er eftir sambærilegum parhúsalóðum í sveitarfélaginu.

15.FLE-SSA21 - Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging (mhl.15) við við austurhluta suðurbyggingar (mhl.04)

2111085

Isavia sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar flugstöðvar skv. meðfylgjandi gögnum.
Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við gildandi deiliskipulag. Samþykkt að fela byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

16.Suðurgata 8 - breyting á skráningu bílskúrs - fyrirspurn

2111019

Eigandi Suðurgötu 8 leggur fram fyrirspurn hvort heimilað yrði að breyta bílgeymslu í íbúð með nýtt fasteignanr.
Ráðið tekur jákvætt í erindið en hafnar ósk um nýtt fasteignanúmer verði bílgeymslunni breytt í íbúðarrými.

17.Gauksstaðir - uppbygging gistirýma - fyrirspurn

2111038

Landeigandi Gauksstaða, F2333077 óskar eftir leyfi til uppbyggingar á gistirýmum í smáhýsum fyrir ferðaþjónustu skv. meðfylgjandi erindi.
Erindi kynnt ráðinu. Afgreiðslu frestað.

18.Meiðastaðavegur 7d - umsókn um stöðuleyfi

2111018

Sótt er um söðuleyfi fyrir 1 gám skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.

19.Eyrargata 1: Umsókn um varanlega stækkun húss með fjórum gámaeiningum.

1806456

Mál áður tekið fyrir í Húsnæðis- skipulags og byggingarráði Sandgerðisbæjar undir máli 4 á 489. fundi áðsins 21.2.2017 þar sem afgreiðslu var frestað og óskað frekari gagna. Ný gögn hafa nú borist.
Afgreiðslu frestað. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna vegna málsins.

20.Suðurnesjabær - Eignir sveitarfélagsins

1811009

Yfirlit yfir fasteignir sveitarfélagsins lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?