Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

30. fundur 20. október 2021 kl. 17:00 - 19:45 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Einar Jónsson og Rut Guðmundsdóttir frá Verkís voru gestir fundarins undir máli 1 þar sem þau leiddu kynningu á valkostagreiningunni.

1.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Farið yfir frumgreiningu valkosta um þróun þéttbýlis.
Valkostagreining um þróun þéttbýlis lögð fram og kynnt af ráðgjöfum Verkís. Málið unnið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

2.Reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ

2110054

Nýjar reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ lagðar fram til umfjöllunar.
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja nýjar reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ með lítilsháttar lagfæringum í samræmi við umræður á fundinum.

3.Bræðraborg - frístundahús - fyrirspurn

2110063

Eigendur Bræðraborgarlands leggja fram fyrirspurn um hvort heimiilað yrði að deiliskipuleggja hluta landsins undir frístundabyggð skv. meðfylgjandi hugmyndum.
Ráðinu hugnast ekki tillaga um skipulagða frístundabyggð í kjarna þéttbýlisins í Garði og telur frístundabyggð frekar eiga heima í dreifbýli sveitarfélagsins. Til greina gæti komið þétting íbúðabyggðar á þessu svæði í einhverri mynd og er málinu vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Suðurnesjabæjar sem nú stendur yfir.

4.Hvalsnessetrið - umsókn um byggingarleyfi

2110062

Hvalsnessetrið ehf. sækir um byggingarleyfi vegna endurbyggingar fjóss og hlöðu á jörðinni undir menningartengda starfssemi skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð endurbyggingaráform. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða
byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

5.Norðurgata 11-fyrirspurn um breytingu á einbýlishúsi í fimm íbúða hús

2108012

Eigandi Norðurgötu 11 leggur fram fyrirspurn um hvort heimilað yrði að breyta einbýlishúsinu að Norðurgötu 11 í 5 íbúðir skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið með þeim fyrirvara að umsækjandi geti lagt fram hönnunargögn sem sýni fram á að fyrirhugaðar íbúðir uppfylli kröfur byggingarreglugerðar til slíkra fjölbýlishúsaíbúða og gerð sé grein fyrir fyrirkomulagi bílastæða á lóð, sorpgeymslum o.fl.

6.Hólkot - umsókn um byggingarleyfi - geymsla

2110064

Eigendur Hólkots óska eftir byggingarleyfi fyrir geymslu á jörð skv. meðfylgjandi gögnum. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Ráðið tekur jákvætt i erindið. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi á grundvelli frekari gagna frá umsækjanda.

7.Hlíðargata 44 - fyrirspurn - bygging bílskúrs

2110008

Eigandi Hlíðargötu 44 spyr hvort heimilað yrði að byggja bílgeymslu skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í fyrirhuguð byggingaráform og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna framkvæmdina.

8.Brimklöpp 3 - umsókn um lóð

2110039

Tvær umsóknir eru um lóðina Brimklöpp 3 undir byggingu einbýlishúss.
1. Árni Magnússon
2. Magnús Viðar Árnason
Tvær umsóknir bárust um lóðina.
Dregið var á milli umsækjenda og var Magnús Viðar Árnason hlutskarpastur.

9.Skagabraut 31 - umsókn um lóð

2110025

Ragnhildur Tinna Eggertsdóttir sækir um lóðina Skagabraut 31 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni.

10.Skagabraut 37 - umsókn um lóð

2110061

Hrafnhildur Björk Eggertsdóttir sækir um lóðina Skagabraut 37 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni.

11.Austurgata 2 - umsókn um stöðuleyfi

2106094

Sótt er um söðuleyfi fyrir 2 gáma skv. meðfylgjandi gögnum. Afgreiðslu umsóknar var frestað á síðasta fundi ráðsins 30.09.2021
Samþykkt að úthluta stöðuleyfi til 1 árs. Umsækjendum bent á að gámar sem geymsluhúsnæði er einungis hugsuð sem tímabundin lausn og ber að finna varanlegri lausn að stöðuleyfistíma liðnum.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Getum við bætt efni síðunnar?