Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

29. fundur 30. september 2021 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Ægisdóttir varamaður
  • Pálmi Steinar Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Reynir Þór Ragnarsson og Davíð Ásgeirsson boðuðu forföll og sátu Hafrún Ægisdóttir og Pálmi Steinar Guðmundsson fundinn í þeirra stað.

1.Deiliskipulag: Iðngarðar: Endurskoðun

1806201

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7.október 2020 að auglýsa og kynna breytingar á endurskoðuðu deiliskipulagi Iðngarða skv. 1.mgr. 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst á tímabilinu 28. júlí -7. september 2021. Engar athugasemdir bárust.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna óbreytta og senda Skipulagsstofnun hana til staðfestingar.

2.Deiliskipulag ofan Skagabrautar - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

2105074

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14.júlí s.l. að auglýsa og kynna breytingar á deiliskipulagi íbúðasvæðis ofan Skagabrautar skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst á tímabilinu 28. júlí -7. september 2021. Engar athugasemdir bárust.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna óbreytta og senda Skipulagsstofnun hana til staðfestingar.

3.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

1907083

Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 - Vinnslutillaga lögð fram til umsagnar og athugasemda.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna.

4.Njarðvíkurhöfn-Suðursvæði - Breyting á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag vinnslutillaga - ósk um umsögn

2012078

Lagt fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna.

5.Svæðisskipulag Suðurnesja 2020-2035

2102004

Verk- og matslýsing vegna endurskoðunar á Svæðisskipulagi Suðurnesja lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.

6.Rockville-svæði í Suðurnesjabæ - Fyrirspurn um mögulegt þróunarverkefni

2109036

Anný ehf og HS Dreifing óska eftir að fá Rockville svæðinu í Suðurnesjabæ úthlutað til þróunarverkefnis á umhverfisvænum íbúðareiningum.
Vinna við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar stendur yfir og ekki liggur fyrir hvaða áherslur verður lagt upp með varðandi landnotkun á Rockville svæðinu. Skipulagsfulltrúa og formanni ráðsins falið að eiga frekari viðræður við umsækjendur.

7.FLE-SSA20 - Umsókn um byggingarleyfi - Tímabundin viðbygging mhl. 16 við mhl. 13.

2109071

Isavia sækir um byggingarleyfi fyrir tímabundna viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

8.Stafnesvegur 46 - umsókn um byggingarleyfi

2109004

Jónas Ingason sækir um byggingarleyfi vegna byggingar einbýlishúss að Stafnesvegi 46.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

9.Melaberg - umsókn um byggingarleyfi

2108018

Gunnar Sigurbjörn Auðunsson sækir um byggingarleyfi vegna byggingar einbýlishúss.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

10.Norðurljósavegur 2 - umsókn um byggingarleyfi-stækkun á matsal og eldhúsi

2109093

Eigandi Norðurljósavegs 2 sækir um byggingarleyfi fyrir 40 m2 stækkun á eldhúsi og matsal hótelsins.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

11.Strandgata 24 - fyrirspurn - stækkun fasteignar

2109027

Proexport ehf. spyr hvort heimilað yrði að byggja við atvinnuhúsnæðið að Strandgötu 24 skv. meðfylgjandi tillögum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið en telur hugmyndir um 12 metra stækkun að Eyrargötu ganga a.m.k. 4 metrum of langt. Skipulagsfulltrúa falið að gera tillögu um byggingarreit fyrir mögulega stækkun í samræmi við umræður á fundinum.

12.Þinghóll 2 - umsókn um lóð

2109050

Benedikt Davíð Hreggviðsson sækir um lóðina Þinghól 2 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt

13.Dynhóll 10 - umsókn um lóð

2108023

Phimphaka Mahamun sækir um lóðina Dynhóll 10 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

14.Brimklöpp 1 - umsókn um lóð

2109023

Bergur Rafn Birgisson sækir um lóðina Brimklöpp 1 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

15.Sjávarbraut 5a,b,c - umsókn um lóð

2109005

3007 eht. sækir um lóðina Sjávarbraut 5 undir byggingu atvinnuhúsnæðis.
Samþykkt.

16.Skagabraut 33-35 - umsókn um lóð

2107025

3 umsóknir eru um parhúsalóðina Skagabraut 33-35. Umsækjendur eru:
1. Tryggvi og Mary Rose Forberg
2. Völundarhús ehf.
3. RH ehf.
Þrjár umsóknir bárust um lóðina.
Dregið var á milli umsækjenda og urðu Tryggvi og Mary Rose Forberg hlutskörpust.

17.Skagabraut 13 - umsókn um lóð

2109096

Sigurður Viðar Heimisson sækir um lóðina Skagabraut 13 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

18.Þinghóll 5 - umsókn um lóð

2109109

Margrét Huld Guðmundsdóttir sækir um lóðina Þinghól 5 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

19.Garðbraut 51 - umsókn um stöðuleyfi

2107002

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 1 gám skv. meðfylgjandi gögnum. Afgreiðslu umsóknar var frestað á síðasta fundi ráðsins 6.7. s.l.
Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir 1 gám til 15. júlí 2022.

20.Austurgata 2 - umsókn um stöðuleyfi

2106094

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 2 gáma skv. meðfylgjandi gögnum. Afgreiðslu umsóknar var frestað á síðasta fundi ráðsins 6.7. s.l.
Afgreiðslu frestað. Ekki er gerð grein fyrir tilgangi stöðuleyfis í umsókn.

21.Iðngarðar 21 - umsókn um stöðuleyfi

2109019

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 2 gáma skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir 2 gáma til 7. september 2022.

22.Iðngarðar 4a - umsókn um stöðuleyfi

2107020

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 3 gáma skv. meðfylgjandi gögnum.
Afgreiðslu frestað. Ekki er gerð grein fyrir tilgangi stöðuleyfis í umsókn.

23.Gerðavegur 32 - umsókn um stöðuleyfi

2108072

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 1 gám skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir 1 gám til 1. september 2022.

24.Garðbraut 23 - umsókn um stöðuleyfi - bátur

2108041

Sótt er um stöðuleyfi skv. meðfylgjandi gögnum.
Sótt er um stöðuleyfi utan lóðar. Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir bát til 1. maí 2022 með fyrirvara um samþykki landeigenda.

25.Deiliskipulag Ofan Garðvangs -Teiga- og Klappahverfi - Endurskoðun seinni hluta hverfis

2109110

Flestum lóðum í fyrri hluta Teiga- og Klapparhverfis hefur nú verið úthlutað og afar takmarkað lóðarframboð er nú til staðar í Garði. Því nauðsynlegt að huga að frekari innviðauppbyggingu og skipulagsmálum áframhaldandi íbúðabyggðar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna að tillögum um breytingu deiliskipulags á seinni hluta Teiga- og Klapparhverfis.

26.Húsnæðisáætlun

2109054

Húsnæðisáætlun Suðurnesjabæjar 2021-2025 lögð fram til kynningar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir til tillögu að Húsnæðisáætlun Suðurnesjabæjar 2021-205

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?