Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

28. fundur 06. júlí 2021 kl. 17:00 - 19:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Svæðisskipulag Suðurnesja 2020-2035

2102004

Verk- og matslýsing vegna endurskoðunar á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við verk- og matslýsingu vegna endurskoðunar Svæðisskipulags Suðurnesja

2.Aðalskipulag Garðs 2013-2030-Tillaga að aðalskipulagsbreytingu á svæðinu við Garðskaga

2105073

Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar á svæðinu við Garðskaga lögð fram til afgreiðslu.
Ráðið samþykkir lýsinguna og leggur til að sveitarstjórn samþykki að senda til kynningar almenningi og umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila skv. 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr 123/2010

3.Deiliskipulag ofan Skagabrautar - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

2105074

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu íbúðarsvæðis ofan Skagabrautar lögð fram til afgreiðslu.
Ráðið samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis ofan Skagabrautar og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010

4.Aðstaða-geymsluhúsnæði vegna smábátaútgerðar - fyrirspurn

2106066

Útvör ehf. óskar eftir lóð undir húsnæði sitt sem stendur við smábátahöfnina í Grófinni, Keflavík og fyrirhugað er að flytja á hafnarsvæðið í Sandgerði skv. meðfylgjandi erindi.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða frekar við umsækjanda og formann hafnarráðs.

5.Fálkavöllur 3 - umsókn um byggingarleyfi - viðbygging

2105081

Viggó Magnússon sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar á Fálkavöllum 3
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falin afgreiðsla byggingarleyfis.

6.FLE - SNL18 - Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging mhl. 14 við mhl. 07

2106100

Isavia sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, nánar tiltekið matshluta 14.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falin afgreiðsla byggingarleyfis.

7.Paradísarkot - Fyrirspurn um byggingarleyfi

2106106

Eigandi Paradísarkots spyr hvort heimilað yrði að byggja viðbótarhús á lóð skv. meðfylgjandi gögnum.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið.

8.Bárugerði - umsókn um byggingarleyfi

2106074

Geir Sigurðsson sækir um byggingarleyfi vegna starfsmannaaðstöðu í Bárugerði. Erindi var tekið fyrir í fyrirspurnaformi á 14. fundi ráðsins þann 17.10.2019.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falin afgreiðsla byggingarleyfis.

9.Þóroddsstaðir - umsókn um byggingarleyfi

2103108

Eigandi Þóroddstaða sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar húss.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falin afgreiðsla byggingarleyfis.

10.Austurgata 2 - umsókn um stöðuleyfi

2106094

Afgreiðslu umsóknar frestað til næsta fundar í ljósi þess að frekari reglur Suðurnesjabæjar um stöðuleyfi eru til umfjöllunar og afgreiðslu.

11.Garðbraut 51 - umsókn um stöðuleyfi

2107002

Eigandi Garðbrautar 51 sækir um stöðuleyfi skv. meðfylgjandi gögnum.
Afgreiðslu umsóknar frestað til næsta fundar í ljósi þess að frekari reglur Suðurnesjabæjar um stöðuleyfi eru til umfjöllunar og afgreiðslu.

12.Brimklöpp 5, 7 og 9 - umsókn um lóðir

2106049

Völundarhús ehf. sækir um lóðirnar Brimklöpp 5, 7 og 9 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðunum.

13.Skagabraut 43-45 - umsókn um lóð

2106030

Axel Andrés Björnsson sækir um lóðina Skagabraut 43-45 undir byggingu parhúss.
Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni.

14.Skagabraut 55-57 - umsókn um lóð

2106104

Brix ehf. og Tryggvi og Mary Rose Forberg sækja um lóðina Skagabraut 55-57 undir byggingu parhúss.
Tvær umsóknir bárust um lóðirnar. Dregið var á milli umsækjenda og var Brix ehf hlutskarpast.

15.Reglur um búfjárhald í Suðurnesjabæ

2011032

Reglur um búfjárhald í Suðurnesjabæ lagðar fram til umfjöllunar.
Ráðið vísar drögum að reglum um búfjárhald í Suðurnesjabæ til frekari vinnslu í samræmi við umræður á fundinum og óskar að leitað verði umsagnar tilheyrandi aðila áður en reglurnar verða teknar til lokaafgreiðslu.

16.Gámar í Suðurnesjabæ - Samantekt

2102064

Reglur um stöðuleyfi fyrir gáma í Suðurnesjabæ lagðar fram til umfjöllunar.
Ráðið samþykkir drög að reglum um stöðuleyfi fyrir gáma í Suðurnesjabæ og vísar málinu til umfjöllunar og samþykktar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?