Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

27. fundur 26. maí 2021 kl. 17:00 - 17:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Isavia - gámahús á bílastæði P2 - umsókn um stöðuleyfi

2104074

Isavia sækir um stöðuleyfi fyrir gáma til skimunar á komufarþegum við Leifsstöð. Stöðuleyfi útgefið af byggingarfulltrúa þann 3. maí s.l. með rafrænu samþykki fundarmanna. Lagt fram til staðfestingar.
Úttekt byggingarfulltrúa, BS og HES hefur farið fram. Ráðið staðfestir útgefið stöðuleyfi.

2.Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030-Breyting á aðal- og deiliskipulagi öryggissvæðis B

2102113

Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögu að breyttu aðal- og deiliskipulagi.

3.Aðalskipulag Garðs 2013-2030-Tillaga að aðalskipulagsbreytingu á svæðinu við Garðskaga

2105073

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu á Garðskaga lögð fram. Landnotkunarsvæði undir afþreyingar- og ferðamannasvæði er stækkað til suðurs og lagt til að unnin verði skipulags- og matslýsing vegna breytingu á skipulagi.
Samþykkt að vinna skipulags- og matslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingu á Garðskaga.

4.Deiliskipulag Garðskaga - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

1809067

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu lögð fram.
Ráðið samþykkir framlögð drög að deiliskipulagi Garðskaga og að unnin verði fullmótuð tillaga í samræmi við umræður á fundinum.

5.Deiliskipulag ofan Skagabrautar - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

2105074

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu lögð fram.
Ráðið samþykkir framlögð drög að deiliskipulagsbreytingu á íbúðarsvæði ofan Skagabrautar og að unnin verði fullmótuð breytingartillaga í samræmi við umræður á fundinum.

6.Skagabraut 31 - umsókn um lóð

2105049

Kristín Jóhannsdóttir sækir um lóðina Skagabraut 31 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

7.Vörðubraut 10 - umsókn um lóð

2105062

Guðlaugur Guðmundsson sækir um lóðina Vörðubraut 10 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

8.Dynhóll 10 - umsókn um lóð

2105072

Þorgeir Karl Gunnarsson sækir um lóðina Dynhól 10 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?