Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

26. fundur 28. apríl 2021 kl. 17:00 - 19:20 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Ægisdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Reynir Þór Ragnarsson boðaði forföll og sat Hafrún Ægisdóttir fundinn í hans stað.

1.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Umsagnarfrestur skipulags- og matslýsingar er liðinn. Lagðar fram umsagnir og ábendingar sem bárust.
Samantekt á umsögnum og ábendingum lögð fram ásamt tillögu um viðbrögð við þeim og samþykkt að taka tillögur til athugunar við vinnslutillögu aðalskipulags. Ráðið þakkar íbúum innsendar tillögur og ábendingar.

2.Deiliskipulag á Keflavíkurflugvelli - Breyting á vestursvæði

2104022

Lagt fram til kynningar og umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu.

3.Strandgata 12 - erindi til framkvæmda- og skipulagsráðs

2104024

Eigandi Strandgötu 12 leggur fram 3 erindi sem snúa að stækkun húss og nýtingu lóðar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna vegna erindisins.

4.Skagabraut 30 - erindi frá eiganda

2104004

Eigandi Skagabrautar 30 óskar eftir afstöðu bæjarins til færslu Útskálavegar og aðkomu stætisvagna við Skagabraut.
Ekki hefur staðið til að færa aðkomuveg að Útskálum. Erindi vísað til verkefnahóps um gerð aðalskipulags. Varðandi aðrar ábendingar í erindinu er umhverfisfulltrúa falið að eiga samtal við bréfritara.

5.Breiðhóll 6 og Sjónarhóll 4 - umsókn um lóð

2104002

Fagurhóll Investments sækja um lóðirnar Breiðhól 6 og Sjónarhól 4 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðunum.

6.Berjateigur 2-4, 6-8, 10-12 - umsókn um lóð

2103117

Húseignir Leirdal ehf og Völundarhús ehf sækja um lóðirnar Berjateig 2-4, 6-8 og 10-12.
Tvær umsóknir eru um hverja lóð.
Dregið var á milli umsækjenda um Berjateig 2-4 og var Leirdalur ehf. hlutskarpast.
Dregið var á milli umsækjenda um Berjateig 6-8 og var Leirdalur ehf. hlutskarpast.
Dregið var á milli umsækjenda um Berjateig 10-12 og var Leirdalur ehf. hlutskarpast.

7.Gámar í Suðurnesjabæ - Samantekt

2102064

Farið yfir umfang og stöðu gámamála í sveitarfélaginu.
Í samantekt frá umhverfisfulltrúa um fjölda gáma og sambærilegra lausafjármuna kemur í ljós að mikill fjöldi er án stöðuleyfa í sveitarfélaginu. Framkvæmda- og skipulagsráð felur umhverfisfulltrúa að senda bréf á þá aðila og gera þeim að fjarlægja slíka lausafjármuni eða óska eftir leyfi, sé rík ástæða fyrir staðsetningu þeirra.

8.Sjávarbraut 3a, b, c - umsókn um lóð

2103080

Premium of Iceland sækir um lóðina Sjávarbraut a,b og c undir byggingu atvinnuhúsnæðis.
Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni.

9.Ásabraut 37-41-Ósk um óverulega deiliskipulagsbreytingu

2102071

Grenndarkynninu á óverulegri deiliskipulagsbreytingu lokið. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að senda deiliskipulagsbreytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?