Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

25. fundur 17. mars 2021 kl. 17:00 - 18:15 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030-Breyting-Auknar byggingarheimildir á öryggissvæðinu ( svæði B)

2102113

Lýsing á breytingu Aðalskipulags Keflavíkurflugvallar lögð fram til kynningar og umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við lýsingu fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar.

2.Grenndarstöðvar á þjónustusvæði Kölku

2012017

Bæjarráð vísar máli til umsagnar í Framkvæmda- og skipulagsráði.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Ráðið tekur jákvætt í erindið með t.t. umhverfislegra og samfélagslegra sjónarmiða og kallar eftir frekari upplýsingum um kostnað til framtíðar. Umhverfisfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga og gera tillögu að staðsetningu verði grenndarstöðvar að veruleika í sveitarfélaginu.

3.Fjöruklöpp 9-11

2103095

Líba ehf sækir um lóðina Fjöruklöpp 9-11 undir byggingu parhúss.
Samþykkt að úthluta Líbu lóðinni undir byggingu parhúss.

4.Teiga- og Klapparhverfi - Umsókn um lóðir við Aspar- og Berjateig

2103079

Heiðarhús ehf. sækir um 4 parhúsalóðir við Aspar- og Berjateig.
Samþykkt að úthluta Heiðarhúsum lóðunum Asparteig 1-3 og 5-7 undir byggingu parhúsa.

5.Teiga- og Klapparhverfi og Skagabraut - umsókn um lóðir

2103072

Völundarhús sækja um 8 parhúsalóðir við Berjateig, Fjöruklöpp og Skagabraut skv. meðfylgjandi umsóknum
Samþykkt að úthluta Völundarhúsum lóðunum Fjöruklöpp 1-3 og 5-7 undir byggingu parhúsa.

6.Skagabraut 37 - umsókn um lóð

2102114

Tvær umsóknir hafa borist um lóðina Skagabraut 37 undir byggingu einbýlishúss, annars vegar frá Sigurður Heimissyni og Nataliu Wypior og hins vegar frá Margréti Bryndís Haraldsdóttir.
Dregið var um lóðina milli umsækjenda og er niðurstaðan sú að úthluta Margréti Bryndísi Haraldsdóttir lóðinni.

7.Asparteigur 2-8 - umsókn um lóð

2102060

Fagurhóll Investments ehf. og PH smíði ehf. sækja bæði um lóðina Asparteig 2-8 undir byggingu fjögurra íbúða raðhúss. Máli frestað frá síðasta fundi ráðsins.
Dregið var um lóðina milli umsækjenda og er niðurstaðan sú að úthluta PH smíði lóðinni.

8.Miðnestorg 5, byggingarreitur C - umsókn um lóð

2102061

Fagurhóll Investments ehf. sækir um lóðina Miðnestorg, svæði C undir byggingu fjórbýlishúss. Máli frestað frá síðasta fundi ráðsins.
Umsókn hafnað. Samkvæmt eldri gögnum hafði verið samþykkt á sínum tíma að gera breytingu á gildandi skipulagi við Miðnestorg án þess að málið hafi verið klárað á sínum tíma. Skipulagsfulltrúa falið að gera breytingu á deiliskipulagi reitsins í samræmi við fyrri hugmyndir og umræðu á fundinum.

9.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Fundargerðir verkefnastjórnar Aðalskipulags Suðurnesjabæjar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?