Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

24. fundur 17. febrúar 2021 kl. 17:00 - 19:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.HS Veitur - Ósk um framlengda vatnsvernd fyrir Árnarétt

2011099

HS Veitur óska eftir framlengdri vatnsvernd í Árnarétt umfram þann tíma sem skilgreindur er í aðalskipulagi Garðs.
Ráðið leggur til að afmarkað verði vatnsverndarsvæði í Árnarétt í nýju aðalskipulagi fyrir Suðurnesjabæ með fullum nýtingarmöguleikum út skipulagstímann. Jafnframt leggur ráðið áherslu á að sama verði gert við endurskoðun á Svæðisskipulagi Suðurnesja.

2.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Drög að skipulags- og matslýsingu lögð fram til umfjöllunar.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög og leggur til að bæjarstjórn samþykki að skipulags- og matslýsingin verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaraðilum. Einnig að leitað verði umsagnar hjá Skipulagsstofnun og þeim umsagnaraðilum sem tilgreindir eru í lýsingunni í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Reglur og skilmálar um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ

2102070

Reglur og skilmálar vegna úthlutunar lóða í Suðurnesjabæ lagðar fram til umfjöllunar.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að Reglum og skilmálum um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ með lítilsháttar breytingu sem rædd var á fundinum.

4.Ásabraut 37-41-Ósk um óverulega deiliskipulagsbreytingu

2102071

Húseignir Leirdal ehf. óska eftir óverulegri deiliskipulagsbreytingu á lóðunum Ásabraut 37-41 skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að vinna erindið sem óverulega deiliskipulagsbreytingu og grenndarkynna erindið.

5.FLE - SNL18 - Umsókn um byggingarleyfi - niðurrif og fyrirbyggjandi aðgerðir

2101092

ISAVIA óska eftir byggingarleyfi vegna niðurrifs og fyrirbyggjandi aðgerða vegna fyrirhugaðra stækkunar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar skv. meðfylgjandi gögnum.
Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

6.Miðnestorg 5, byggingarreitur C - umsókn um lóð

2102061

Fagurhóll Investments ehf. sækir um lóðina Miðnestorg, svæði C undir byggingu fjórbýlishúss.
Samþykkt að fresta máli til næsta fundar. Skipulagsfulltrúa falið að rýna deiliskipulagið frekar með t.t. umræðna á fundinum.

7.Asparteigur 2-8 - umsókn um lóð

2102060

Fagurhóll Investments ehf.og PH smíði ehf. sækja bæði um lóðina Asparteig 2-8 undir byggingu fjögurra íbúða raðhúss.
Erindi frestað til næsta fundar með hliðsjón af máli nr. 3.

8.Nátthagi 17 - umsókn um lóð

2102051

Jóhann Gústafsson sækir um lóðina Nátthaga 17 undir byggingu frístundahúss.
Byggingarfulltrúa falið að verðmeta núv. undirstöður/framkvæmdir á lóðinni. Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni með þeim fyrirvara á að hann fallist á fyrirhugað verðmat að viðbættum lögbundnum gjöldum fyrir lóðina.

9.Skagabraut 26 - umsókn um lóð

2102009

Kristín Jóhanna Kristjánsdóttir sækir um lóðina Skagabraut 26 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

10.Fjöruklöpp 13-15 - umsókn um lóð

2101064

Helgi Sigurjón Ólafsson sækir um lóðina Fjöruklöpp 13-15 undir byggingu parhúss.
Samþykkt

11.Skagabraut 44a-Fyrirspurn vegna byggingu bílgeymslu að Skagabraut 44a

2102080

Eigandi Skagabrautar 44a leggur fram fyrirspurn hvort heimilað yrði að byggja bílgeyslu víð núverandi einbýlishús á lóðinni skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið enda gengur það ekki gegn skipulagsskilmálum svæðisins.

12.Iðngarðar 21 - Ósk um malbikun á vegi

2101099

Eigendur Iðngarða 21 óska eftir úrbótum á vegi skv. meðfylgjandi erindi.
Deildarstjóra umhverismála falið að skoða málið í samráði við lóðarhafa að Iðngörðum 21 og koma með tillögur að úrbótum.

13.Land undir jarðgerð

1811038

Minnisblað IGF lagt fram til afgreiðslu.
Samþykkt að heimila umsækjanda framkvæmdir í samræmi við skilmála minnisblaðs dags. febrúar 2021 með þeim fyrirvara að samþykki landeiganda liggi fyrir.

14.Gámar í Suðurnesjabæ - Samantekt

2102064

Verkefnastjóri umhverfismála kynnir umfang og stöðu gámamála í sveitarfélaginu.
Samantekt um fjölda gáma í sveitarfélaginu lögð fram til umfjöllunar og kynningar. Umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna drög að reglum fyrir sveitarfélagið um notkun gáma og sambærilegra lausafjármuna.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?