Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

23. fundur 20. janúar 2021 kl. 17:00 - 18:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Ægisdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Reynir þór Ragnarsson boðaði forföll og sat Hafrún Ægisdóttir fundinn í hans stað.

1.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Vinna við gerð aðalskipulags Suðurnesjabæjar, frumgreining, forsendur og áherslur.
Skipulagsráðgjafar Verkís fóru yfir frumgreiningu, forsendur og áherslur vegna Aðalskipulags Suðurnesjabæjar.

Sviðsstjóri skipulags og umhverfismála leggur til í samráði við ráðgjafa að verkefnastjórn verkefnisins verði í höndum skipulagsfulltrúa, bæjarstjóra og formanni framkvæmda- og skipulagsráðs. Framkvæmdar- og skipulagsráð komi síðan með beinum hætti að aðal skipulagsvinnunni og fjalli um málefni skipulagsins eftir því sem tilefni er til.

2.Norðurgata 11a - Fyrirspurn um byggingarleyfi

2101032

Eigandi Norðurgötu 11a leggur inn fyrirspurn hvort heimilað yrði að byggja við húsnæði fyrirtækisins skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi vegna erindisins.

3.Land undir jarðgerð

1811038

Frekari gögn lögð fram til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar. Áfram verður unnið að málinu.

4.Vargveiði í Suðurnesjabæ

1904041

Tillaga að fyrirkomulagi vargveiða í Suðurnesjabæ lögð fram til kynningar og umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar. Áfram verður unnið að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?