Framkvæmda- og skipulagsráð
Dagskrá
1.Þrastarland 1-13 - Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi
2011064
Framhald af máli frá síðasta fundi ráðsins. Tillögur Kanon arkitekta lagðar fram til skoðunar og umfjöllunar.
Skipulagsfulltrúa falið að útfæra tillöguna frekar með skipulagshöfundi í samræmi við umræður á fundinum.
2.Strandgata 21a - breyting á innra skipulagi efri hæðar
2012026
Eigendur Strandgötu 21a óska eftir að fá samþykkta íbúð á efri hæð húsnæðisins skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag. Byggingarfulltrúa falið að undirbúa útgáfu byggingarleyfis.
3.Ósk um byggingarleyfi í landi Miðhúsa
2011104
Jón Gunnar Torfason og Oktavía Hrönn Edvinsdóttir óska eftir að að fá byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús í landi Miðhúsa við Miðhúsaveg.
Áður tekið til afgreiðslu á 13. fundi ráðsins, mál nr. 1906026
Áður tekið til afgreiðslu á 13. fundi ráðsins, mál nr. 1906026
Breyta þarf landnotkun í aðalskipulagi ef heimila á nýja lóð við Miðhúsaveg. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur vegna málsins í samræmi við umræður á fundinum.
4.Fjöruklöpp 17-19 - umsókn um lóð
2011106
Guðmundur Einarsson sækir um lóðina Fjöruklöpp 17-19 undir byggingu parhúss.
Samþykkt.
5.Asparteigur 18-20 - Ósk um breytt fyrirkomulag á lóð og breyting á úthlutun
2012076
Lóðarhafi við Asparteig leggur inn fyrirspurn hvort leyft verði að breyta fyrirkomulagi á lóð og hvort lóðarhafar fái að skipta á úthlutuðum lóðum skv. meðfylgjandi fyrirspurn og gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að útfæra málið í samráði við umsækjanda.
6.Norðurgata 11a - endurnýjun á stöðuleyfi
2012074
Lóðarhafi Norðurgötu 11a óskar eftir að fá framlengt stöðuleyfi á lóð fyrirtækisins skv. meðfylgjandi umsókn til eins árs.
Samþykkt.
7.Íscross á pollinum við Garður-Miðnes
2012039
Ingi Björn Sigurðsson leggur fram tillögu að heimilað yrði að keyra icecross og vera með skautasvell á litlu Sandgerðistjörninni, bjóði aðstæður upp á slíkt, að uppfylltum ákveðnum reglum og skilyrðum skv. meðfylgjandi erindi.
Ráðið telur sig ekki geta orðið við erindinu sökum öryggissjónarmiða, nálægðar við byggð og hversu viðkvæmt svæði er um að ræða. Erindinu hafnað.
8.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Göngustígur frá Útskálakirkju að höfn í Garði
2004054
Heildarhönnun göngustígs kynnt.
Lagt fram til kynningar
9.Keflavíkurflugvöllur - Umferðarskipulag
2012064
Tillögur ISAVIA að umferðarskipulagi á Keflavíkurflugvelli lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
10.Skerjahverfi - Uppbygging innviða og útboð framkvæmda
2012054
Útboð vegna framkvæmda við 1. áfanga Skerjahverfis lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
11.Gerðaskóli - Úttekt á innivist og loftgæðum
2006024
Staða mála lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar
12.Landsskipulagsstefna
1903050
Viðauki við landsskipulagsstefnu 2015-2026 - breytt tillaga lögð fram til kynningar og athugasemda.
Lagt fram til kynningar. Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Fundi slitið - kl. 18:30.