Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

20. fundur 22. október 2020 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Kristjana Erna Pálsdóttir mætti undir 5. lið og kynnti drög að hönnun.

1.Merking gamalla húsa í Garði

2010059

Lagt fram erindi frá áhugahópi um merkingu gamalla húsa í Garði.
Ráðið tekur vel í hugmyndir áhugahóps um merkingu gamalla húsa í Garði og felur skipulags- og umhverfisviði að eiga samstarf og vera hópnum til ráðgjafar í málinu.

2.Sjávarbraut 7a,b,c,d - umsókn um lóð

2010034

Ástríkur ehf. óskar eftir lóð skv. meðfylgjandi erindi.
Ráðið tekur vel í að heimila umsækjanda tímabundin afnot af lóðinni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra málið í samræmi við umræður á fundinum.

3.Skagabraut 17a - umsókn um lóð

2009153

Oddný Óskarsdóttir sækir um lóðina Skagabraut 17a undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt

4.Gauksstaðir - umsókn um byggingarleyfi

2009165

Sótt er um byggingarleyfi vegna endurbyggingar og breytta notkun ásamt lítilsháttar viðbyggingar við mhl. 02.
Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

5.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - göngustígur frá kirkju að höfn í Garði

2004054

Drög að útfærslu göngustígs lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Útboð Gerðaskóli - Stækkun 2020

2009075

Niðurstöður útboðs Gerðaskóla kynntar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?