Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

19. fundur 16. september 2020 kl. 17:00 - 19:20 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag: Iðngarðar: Endurskoðun

1806201

Endurskoðað deiliskipulag Iðngarða lagt fram til afgreiðslu. Máli frestað á síðasta fundi ráðsins.
Framkvæmda- og skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Iðngarða í Garði skv. 41. og 43. gr. skipulagslaga.

2.Verndarsvæði í byggð - Útgarður

1812063

Lögð fram lokaskýrsla til afgreiðslu.
Ráðið leggur til að skýrslan verði send mennta- og menningarmálaráðherra til staðfestingar.

3.Stækkun á Flugvallarsvæði A innan sveitarfélagamarka Suðurnesjabæjar

2007060

ISAVIA ohf. óskar eftir stækkun á flugvallarsvæði A vegna nýrrar framtíðarflugbrautar N-S, vestan við flugstöðvarsvæðið. Um er að ræða 131,51 ha.stækkun sem yrði jafnframt tekið undir skipulagsforræði flugvallarins.
Ráðið leggur til að fundað verði með Isavia þar sem gerð verði frekari grein fyrir þeim áformum sem kynnt eru í meðfylgjandi erindi.

4.Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030-Breyting vegna þjónustuvegar

2008001

Lýsing og vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu.

5.Hafurbjarnarstaðir C3- umsókn um byggingarleyfi

2009012

Sótt er um byggingarleyfi vegna stækkunar sumarhúss að Hafurbjarnastöðum C3 skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir.

6.Strandgata 22 - umsókn um byggingarleyfi - breyting á notkun húss

2009001

Eigendur Strandgötu 22a sækja um byggingarleyfi vegna breytinga á útliti og innra skipulagi húss skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag. Byggingarfulltrúa falið að undirbúa útgáfu byggingarleyfis.

7.Strandgata 10 - umsókn um byggingarleyfi - skýli milli bygginga

2008015

Eigandi Strandgötu 10 sækir um byggingarleyfi vegna tengibyggingar á milli núverandi matshluta á lóðinni skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag. Byggingarfulltrúa falið að undirbúa útgáfu byggingarleyfis.

8.Skagabraut 72 - umsókn um byggingarleyfi - bílskúr með risi

2008012

Eigandi Skagabrauta 72 leggur fram fyrirspurn hvort heimilað yrði að byggja bílgeymslu á lóðinni skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Lögð er áhersla á að útlit og umfang bílgeymslu verði í samræmir við yfirbragð nærliggjandi byggðar og áherslur deiliskipulags. Leggja þarf umsókn um byggingarleyfi fyrir ráðið þegar hönnun mannvirkis liggur fyrir með endanlegu yfirbragði.

9.Gerðaskóli - stækkun 2020 - umsókn um byggingarleyfi

2009084

Suðurnesjabær sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar Gerðaskóla
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að undirbúa útgáfu byggingarleyfis.

10.Sjávarbraut 3 a,b,c - umsókn um lóð

2008014

Monther Alfaraj sækir um lóðirnar Sjávarbraut 3a,b,c í Sandgerði til byggingar á atvinnu- og íbúðarhúss skv. skipulagi.
Samþykkt.

11.Skagabraut 39 - umsókn um lóð

2007063

Þórarinn Sveinn Jónasson sækir um lóðina Skagabraut 39 Garði, undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

12.Dynhóll 5 - umsókn um lóð

2007023

Zix ehf. sækir um lóðina Dynhól 5 Sandgerði, undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

13.Brimklöpp 2 - umsókn um lóð

2007017

Tvær umsóknir hafa borist um lóðina Brimklöpp 2, Garði undir byggingu einbýlishúss.
1. Björn Úlfljótsson
2. Eyþór Guðjónsson
Úthlutun frestað til næsta fundar. Úthlutunarreglur fyrir lóðir í Suðurnesjabæ, sem m.a. kveða á um fyrirkomulag úthlutunar sæki fleiri en einn aðili um sömu lóðina, eru í vinnslu og ættu að liggja fyrir samþykktar af Bæjarstjórn áður en næsti fundur ráðsins fer fram.

14.Dynhóll 4 - umsókn um lóð

2009056

Rosemary Idiaghe sækir um lóðina Dynhól 4 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

15.Túngata 2 - fyrirspurn vegna skiptingu lóðar

2007022

Eigandi Túngötu 2 spyr hvort heimilað yrði að skipta lóðinni í tvær íbúðahúsalóðir skv. meðfylgjandi tillögu.
Ráðið tekur jákvætt í tillöguna. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir með t.t. deiliskipulags lóðarinnar í samráði við lóðarhafa.

16.Suðurnesjabær, sjóvarnir 2020 - Umsókn um framkvæmdarleyfi

2009112

Vegagerðin sækir um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarnaverkefna í Suðurnesjabæ 2020 skv. meðfylgjandi erindi.
Samþykkt að fela Skipulagsfulltrúa að undirbúa útgáfu framkvæmdarleyfis.

17.Framkvæmdir í Suðurnesjabæ 2020

2003071

Farið yfir ýmis mál sem snúa að verklegum framkvæmdum og hönnun þeirra í Suðurnesjabæ.
Lagt fram til upplýsinga og kynningar.

18.Ósk íbúa í Nátthaga um malbikun gatna

2008011

Erindi eigenda frístundahúsa við Nátthaga lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?