Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

18. fundur 16. júní 2020 kl. 17:00 - 19:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting ofan Byggðavegar

2003001

Tillaga að Aðalskipulagsbreytingu og nýju deiliskipulagi ofan Byggðavegar undir nýjan leikskóla lögð fram til afgreiðslu.
Framkvæmda- og skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar skv. 31. gr. skipulagslaga og tillögu að deiliskipulagi fyrir nýjan leikskóla við Byggðaveg skv. 41.gr. skipulagslaga. Samhliða verði auglýst lítilsháttar breyting á skipulagsmörkum íbúðasvæðis við Lækjamót sem liggja mun að skipulagsmörkum deiliskipulags leikskóla við Byggðaveg.

2.Deiliskipulag: Iðngarðar: Endurskoðun

1806201

Endurskoðað deiliskipulag Iðngarða lagt fram til afgreiðslu.
Máli frestað til næsta fundar ráðsins.

3.Fjöruklöpp 26-34 - umsókn um lóð

2005100

Líba ehf sækir um lóðina Fjöruklöpp 26-34 undir byggingu 5 íbúða raðhúss.
Samþykkt

4.Nátthagi 13 - umsókn um lóð

2004055

Ólafía Guðbjörg Gústafsdóttir sækir um lóðina Nátthaga 13.
Samþykkt

5.Gerðavegur 32 mhl-03 - umsókn um byggingarleyfi - stækkun á anddyri við aðalinngang

2005066

Nesfiskur sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar á anddyri við aðalinngang fyrirtækisins að Gerðavegi 32
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

6.Garðbraut 102c -Fyrirspurn um byggingu parhúss

2006053

Eigandi Garðbrautar 102c leggur inn fyrirspurn hvort heimilað yrði að byggja parhús á lóðinni skv. meðfylgjandi upplýsingum.
Gildandi aðalskipulag heimilar ekki byggingu íbúðarhúsnæðis á umræddum stað og telur ráðið uppbyggingu á þessu svæði ekki æskilega. Erindinu er vísað til vinnu fyrirhugaðrar endurskoðunar á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar.

7.Fyrirspurn um landnemaspildu - Tjaldskógur

2006006

Fyrirspurn samkvæmt meðfylgjandi erindi
Deildarstjóra umhverfismála falið að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.

8.Vitatorg 7 - Veitigahúsið Vitinn - Ósk eigenda um að fá að breyta húsnæðinu í íbúðarhúsnæði

2006058

Eigendur Vitatorgs 7 óska eftir breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins þannig að lóð Vitans verði íbúðarhúsalóð.
Núverandi deiliskipulag heimilar ekki íbúðarhúsnæði innan svæðisins. Ráðið tekur jákvætt í að umsækjandi óski eftir að gera óverulega deiliskipulagsbreytingu á lóðinni við Vitatorg 7 þannig að heimiluð yrði breyting í íbúðarhúsnæði enda hefur þróun nærliggjandi byggðar þróast í þá átt á undanförnum árum. Umsækjandi myndi bera kostnað af slíkum breytingum.

9.Lóð við Stafnesveg úr landi Miðkots - Fyrirspurn

2006059

Jónas Ingason og Hjördís Ósk Hjartardóttir leggja fram fyrirspurn um hvort heimilt yrði að að fá að byggja einbýlishús á lóð við Stafnesveg sem yrði stofnuð úr landi Miðkots skv. meðfylgjandi erindi.
Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði í gildandi aðalskipulagi og hefur ekki verið deiliskipulagt. Ráðið tekur jákvætt í erindið og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna tillöguna þegar ítarlegri gögn umsækjanda liggja fyrir.

10.Gerðaskóli - Úttekt á innivist og loftgæðum

2006024

Samið hefur verið við Verkfræðistofuna Eflu um að gera úttekt á innivist og loftgæðum elsta hluta Gerðaskóla.
Lagt fram til kynningar.

11.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Skagagarðurinn

1810120

Frumtillögur lagðar fram til kynningar og umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar.

12.Framkvæmdir í Suðurnesjabæ 2020

2003071

Farið yfir stöðu nokkurra framkvæmda í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?