Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

17. fundur 21. apríl 2020 kl. 17:00 - 19:20 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Verndarsvæði í byggð - Krókskotstún-Landakotstún Sandgerði

1806563

Lög fram uppfærð skýrsla þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Minjastofnunar.
Ráðið leggur til að skýrslan verði send mennta- og menningarmálaráðherra til staðfestingar.

2.Nýjar akbrautir á Keflavíkurflugvelli - umsagnarbeiðni

2004019

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Suðurnesjabæjar um hvort fyrirhugaðar framkvæmdir ISAVIA á byggingu akbrauta fyrir flugvélar skuli háð mati á umhverfisáhrifum og þá á hvaða forsendum.
Ráðið telur framkvæmdina ekki háða mati á umhverfisáhrifum og telur ISAVIA gera nægjanlega vel grein fyrir framkvæmdinni, umhverfisáhrifum hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.

3.Gerðavegur 32 mhl-02 - umsókn um byggingarleyfi

2004024

Nesfiskur sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á mhl.02 þar sem núverandi lausfrystir er hækkaður um 3 metra og byggð 30 m2 viðbygging undir tæknirými.
Samþykkt að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

4.Skagabraut 72 - fyrirspurn - tvöfaldur bílskúr með risi og íbúð á efri hæð

2004004

Eigandi Skagabrautar 72 leggur inn fyrirspurn hvort heimilað yrði að byggja tvöfaldan bílskúr á lóðinni með íbúð í risi skv. meðfylgjandi gögnum.
Erindinu hafnað. Umfang þeirra hugmynda sem settar eru fram með fyrirspurninni eru ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og hverfisvernd svæðisins.

5.Brekkustígur 8 - fyrirspurn - bygging bílskúrs

2004001

Eigandi Brekkustígs 8´, Sandgerði leggur inn fyrirspurn hvort heimilað yrði að byggja bílgeymslu á lóðinni skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið.

6.Skagabraut 26 - umsókn um lóð

2003069

Snorri Ragnar Bragason sækir um lóðina Skagabraut 26 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt

7.Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar:Tillaga að deiliskipulagi 2018

1806454

Tillaga af nöfnum gatna í hverfinu lagðar fram til afgreiðslu.
Tvær tillögur lagðar fram um nöfn á götur í nýju íbúðahverfi sunnan Sandgerðisvegar.

Kosið var um tillögurnar og var eftirfarandi tillaga samþykkt:
Stofnbrautin: Skerjabraut
Göturnar út frá henni:
Bárusker, Brimsker, Eyjasker, Sjávarsker og Straumsker.

8.Umhverfisdagar í Suðurnesjabæ 2020

2004044

Tillaga að umhverfisdögum 2020 lögð fram til umfjöllunar.
Samþykkt að fela verkefnastjóra umhverfissviðs frekari útfærlu tillagna í samræmi við umræður á fundinum.

9.Vegagerðin - Viðhalds og framkvæmdarmál innan Suðurnesjabæjar

2004025

Minnisblað lagt fram til kynningar um aðkallandi úrbætur á gatnakerfi, sjóvörnum o.fl. innviðum sem eru á forræði Vegagerðarinnar innan Suðurnesjabæjar.
Lagt fram til kynningar.

10.Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2020

2003096

Fundargerð 22. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

11.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Skagagarðurinn

1810120

Verkefnið Skagagarðurinn sem hefur nýlega hlotið styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?