Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

15. fundur 23. janúar 2020 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Pálmi Steinar Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Davíð Ásgeirsson boðaði forföll og sat Pálmi Guðmundsson varamaður fundinn í hans stað.

1.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024 breytingar

1901001

Tillaga svæðisskipulagsnefndar ásamt umsögnum og viðbrögðum við þeim lagðar fram til samþykktar.
Ráðið samþykkir tillögu svæðisskipulagsnefndar.

2.Þinghóll 8 - umsókn um lóð

1911068

Finn Valdemarsson og Guðný Björg Kærbo sækja um lóðina Þinghól 8 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

3.Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun 2020

1907045

Fjárhagsáætlun 2019 kynnt
Lagt fram til kynningar

4.Flugvallakostir á suðversturhorni landsins - skýrsla

1912008

Skýrsla stýrihóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framtíðarskipan flugvallarmála á SV-horni landsins lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?