Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

14. fundur 17. október 2019 kl. 17:00 - 17:50 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Atli Þór Karlsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Kristinn Halldórsson boðaði forföll og sat Atli Þór Karlsson fundinn í hans stað. Davíð Ásgeirsson var fjarrverandi.

1.Verndarsvæði í byggð - Útgarður

1812063

Íbúafundi lokið og umsagnarfrestur liðinn. Engar athugasemdir bárust.
Framkvæmda og skipulagsráð fór yfir drög að tillögu um „Verndarsvæði í byggð, Útgarður Garði“ sem nú hefur verið kynnt formlega fyrir íbúum. Ein athugasemd barst á kynningartímanum sem verður svarað að lögformlegum auglýsingartíma loknum. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að leggja fram tillöguna til almennrar auglýsingar og kynningar þar sem þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að kynna sér efni skýrslunnar ásamt húsakönnun og fornleifaskráningu og koma með ábendingar og athugasemdir.

2.Skagabraut 17 - Listaverk við Braggann í Útgarði

1909001

Ásgeir Hjálmarsson óskar eftir að fá að setja upp listaverk við norðausturhlið braggans að Skagabraut 17 skv. meðfylgjandi gögnum
Samþykkt

3.Bárugerði - fyrirspurn - bygging starfmannaaðstöðu

1908030

Gróðrastöðin Glitbrá leggur inn fyrirspurn um byggingu skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu á lóð fyrirtækisins í Bárugerði.
Ráðið tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að kynna frekari gögn þegar sótt verður um byggingarleyfi.

4.Miðnestorg 3 - Svalalokanir - Fyrirspurn

1910032

Kjartan Másson óskar eftir leyfi til svalalokunar úr gleri á þremur íbúðum Búmanna að Miðnestorgi 3 skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt.

5.Iðngarðar 8 - bygging starfsmannaaðstöðu - fyrirspurn

1910035

Efnaeiming ehf leggur inn fyrirspurn hvort heimilað yrði að byggja 90 m2 starfsmannaaðstöðu á einni hæð á lóð fyrirtækisins að Iðngörðum 8, Garði, skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að kynna frekari gögn þegar sótt verður um byggingarleyfi.

6.Garðbraut 94 - umsókn um byggingarleyfi - viðbygging

1908074

Suðurnesjabær sækir um byggingarleyfi fyrir lítilsháttar stækkun Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi vegna viðbyggingar.

7.Norðurgata 11a - umsókn um stöðuleyfi

1909058

N.G.FISH ehf. sækir um stöðuleyfi undir gám til geymslu á vélum og umbúðum á lóð sinni við Norðurgötu 11a, Sandgerði.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?