Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

13. fundur 29. ágúst 2019 kl. 17:00 - 19:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Helga Bragadóttir frá Kanon arkitektum kynnti greinargerð og skýrslu undir máli nr. 1

1.Verndarsvæði í byggð - Útgarður

1812063

Greinargerð/skýrsla að verndarsvæði byggðar í Útgarði lögð fram til kynningar og umfjöllunar af Kanon arkitektum.
Samþykkt að vísa málinu til kynningar hjá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

2.Keflavíkurflugvöllur - Skipulagsreglur

1810110

Skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll lagðar fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll.

3.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024 breytingar- flutt úr eldri gögn Garður

1901001

Tillaga um breytingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja ásamt umhverfisskýrslu lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögu um breytingar á Svæðisskipulagi Suðurnesja.

4.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

1907083

Skipulags- og matslýsing á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjanesbæjar.

5.Miðhúsavegur - umsókn um stöðuleyfi

1906026

Jón Gunnar Torfason sækir um stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi til búsetu við Miðhúsaveg.
Ekki er heimilt að veita stöðuleyfi vegna húsnæðis undir varanlega búsetu og er slíkt húsnæði er ávallt byggingarleyfisskylt. Samkvæmt aðalskipulagi er landnotkun á fyrirhugaðri staðsetningu "opið svæði" auk þess sem hverfisvernd ríkir svæðinu. Erindi hafnað.

6.Skagabraut 26 - umsókn um lóð

1907080

Davíð Ibsen sækir um lóðina Skagabraut 26 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

7.Fjöruklöpp 26-32 - umsókn um lóð

1907081

Anný ehf. sækir um lóðina Fjöruklöpp 26-34 undir byggingu 5 íbúða raðhúss.
Samþykkt.

8.Skagabraut 13 - umsókn um lóð

1907082

Marteinn Ibsen sækir um lóðina Skagabraut 13 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

9.Sjónarhóll 11 - umsókn um lóð

1907084

Freydís Rós Freysdóttir sækir um lóðina Sjónarhól 11 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

10.Lækjamót 73-75 - umsókn um lóð

1907090

Kjartan Dagsson óskar eftir að skila inn einbýlishúsalóðinni Dynhóll 5 og sækir í stað þess um parhúsalóðina Lækjamót 73-75.
Samþykkt.

11.Dynhóll 5 - umsókn um lóð

1908049

Gísli Pálsson sækir um lóðina Dynhól 5 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

12.Norðurgata 24 - bygging bílgeymslu - fyrirspurn

1903079

Mál áður á dagskrá 10. fundar ráðsins 16.4.2019. Frekari gögn fylgja erindinu.
Erindi frestað. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um athugasemdir við framlögð gögn.

13.Bárugerði - fyrirspurn - bygging starfmannaaðstöðu

1908030

Gróðrastöðin Glitbrá leggur inn fyrirspurn um byggingu íbúðarhúss og skrifstofu á lóð fyrirtækisins í Bárugerði.
Samkvæmt aðal- og deiliskipulagi er svæðið verslunar- og þjónustusvæði og því óheimilt að byggja á því íbúðarhús. Erindi hafnað.

14.Norðurljósavegur 2 - Fyrirspurn um stækkun lóðar fyrir byggingu 4 Norðurljósahúsa

1908034

GSE ehf. leggur inn fyrirspurn hvort heimiluð yrði stækkun lóðar að Norðurljósavegi 2 til að byggja á henni 4 "Norðurljósahús".
Norðurljósavegur 2 er á svæði sem deiliskipulagt var undir hótel, gististarfssemi og þjónustu árið 2015. Sú lóðarstækkun sem óskað er eftir er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag auk þess sem svæðið er skv. gildandi Aðalskipulagi skilgreint sem "opið svæði". Við deiliskipulagsgerð svæðisins var m.a. lögð áhersla á að byggingar ofan Skagabrautar færu ekki nær götunni en skipulagið gerir ráð fyrir til að þrengja ekki um of að sérkennum svæðisins og víðáttu. Ráðið hafnar með fyrrgreindum rökum hugmyndum um lóðarstækkun og hvetur lóðarhafa til að finna hugmyndinni aðra staðsetningu innan núverandi lóðar.

15.Leiðbeiningar um gjaldskrá byggingarfulltrúaembætta

1908016

Drög að leiðbeiningum vegna samræmingar á gjaldskrám byggingarfulltrúaembætta lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við drögin og felur byggingarfulltrúa að vinna frekar með þau við mótun nýrrar gjaldskrár fyrir árið 2020.

16.Göngustígur milli Garðs og Sandgerðis

1809097

Endanleg lega og hönnun stígs lögð fram til kynningar/samþykktar.
Sammþykkt að fela Skipulags- og umhverfissviði að undirbúa útboð og grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar.

17.Suðurnesjabær - Framkvæmdir 2019

1902074

Farið yfir stöðu framkvæmda 2019.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?