Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

12. fundur 09. júlí 2019 kl. 17:00 - 18:15 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Pálmi Steinar Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Davíð Ásgeirsson boðaði forföll og sat Pálmi Guðmundsson varamaður fundinn í hans stað.
Reynir þór Ragnarsson boðaði forföll en hvorugur varamanna hans áttu heimangengt á fundinn í hans stað.

1.Deiliskipulag á Keflavíkurfluvelli - öryggissvæði

1901048

Tillaga að deiliskipulagi öryggissvæðis (B) Keflavíkurflugvallar lagt fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi öryggissvæðis.

2.Deiliskipulag: Iðngarðar: Endurskoðun

1806201

Vinnslutillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Iðngarða lögð fram til umfjöllunar
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

3.Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 - skipulagslýsing til umsagnar

1907005

Skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015 vegna úrskurðar og einnig fyrir nýtt deiliskipulag Leiðarenda lagt fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

4.Hólshús - flytja tank á lóð og breyta í geymslu

1905050

Eigandi Hólshúss óskar eftir að fá að staðsetja stáltank á lóð sinn og nota sem geymslu skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi og hafa samráð við lóðarhafa um frágang á nánasta umhverfi.

5.Sjónarhóll 1 - umsókn um lóð

1905068

Sigurður Hallbjörnsson sækir um lóðina Sjónarhól 1 undir byggingu einbýlishúss
Samþykkt

6.Nátthagi 4 - umsókn um lóð

1905093

Guðni Björn Kærbo sækir um lóðina Nátthaga 4 undir byggingu sumarhúss.
Samþykkt

7.Skagabraut 53 - umsókn um lóð

1906030

Ingibjörg Anna Gísladóttir sækir um lóðina Skagabraut 53 undir byggingu einbýlishúss
Samþykkt

8.Suðurnesjabær - Framkvæmdir 2019

1902074

Farið yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu 2019
Staða framkvæmda í sveitarfélaginu kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?