Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

11. fundur 21. maí 2019 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagabraut 15 - ósk um stækkun lóðar

1905029

Eigandi Skagabrautar 15 óskar eftir stækkun á lóð í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að gera tillögu að nýju mæliblaði lóðar.

2.Brimklöpp 9 - umsókn um lóð

1905028

Rúnar Ásgeirsson sækir um lóðina Brimklöpp 9 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

3.Nátthagi 12 - umsókn um byggingarleyfi

1905026

Lóðarhafi Nátthaga 12 sækir um byggingarleyfi sumarhúss skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna Nátthaga 12.

4.Nátthagi 22 - umsókn um lóð

1905047

Vilbert Gústafsson sækir um lóðina Nátthagi 22 undir byggingu sumarhúss.
Samþykkt.

5.Nátthagi 20 og 21-Umsókn um lóðir

1905048

HS Dreifing sækir um lóðirnar Nátthaga 20 og 21 undir byggingu sumarhúsa fyrir ferðaþjónustu.
Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðunum nr. 20 og 21.

6.Nátthagi 19 - umsókn um lóð

1905024

Ásgeir Gunnarsson sækir um lóðina Nátthaga 19 undir byggingu sumarhúss.
Samþykkt.

7.Iðngarðar 23 - umsókn um lóð

1905049

Nice & spicy ehf. sækir um lóðina Iðngarða 23 undir byggingu veitingahúss.
Samþykkt.

8.Hólshús - flytja tank á lóð og breyta í hesthús

1905050

Eigandi Hólshúss óskar eftir að fá að staðsetja stáltank á lóð og nota sem hesthús skv. meðfylgjandi gögnum.
Máli frestað. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.

9.Viðurkenningar

1812040

Fyrirkomulag umhverfisviðurkenninga 2019 rædd.
Lagt fram til umræðu og kynningar. Verkefnastjóra umhverfismála falið að móta tillögur með hliðsjón af umræðum á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?