Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

10. fundur 16. apríl 2019 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingvar Björnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Reynir Þór Ragnarsson, boðaði forföll og sat Björn Ingvar Björnsson varamaður fundinn í hans stað.

1.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Drög að samkeppnislýsingu kynnt ásamt uppfærðri tímalínu
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til lokayfirferðar hjá dómnefnd. Jafnframt er lagt til að bæjarráð/bæjarstjórn skipi dómnefnd í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

2.Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar:Tillaga að deiliskipulagi 2018

1806454

Tillaga að útfærslu á lokaútgáfu skipulags lögð fram til umfjöllunar.
Ráðið leggur til að endanleg útfærsla deiliskipulagsins verði samkvæmt tillögu c.

3.Skálareykjavegur 12 - stækkun lóðar

1903027

GSE óskar eftir að fá að stækka lóð fyrirtækisins við Skálareykjaveg 12. Áður á dagskrá 9. fundar ráðsins undir máli nr. 3. Skipulagsfulltrúi leggur fram frekari gögn um málið.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að heimila stækkun lóðar með þeirri kvöð að lóðarstækkun verði girt af eða mótuð með jarðvegsmön.

4.Iðngarðar 19 - umsókn um lóð

1904054

Steinabón sækir um lóðina Iðngarða 19 til byggingar atvinnuhúsnæðis.
Samþykkt

5.Vatnsveita í Hvalsneshverfi

1904034

Sóknarnefnd Hvalsneskirkju óskar eftir því að sveitarfélagið taki yfir umsjón vatnsveitu í Hvalsneshverfi
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að samkomulagi milli sveitarfélagsins og Hvalsnessóknar um að taka yfir vatnsveitumál svæðisins.

6.Vallargata 17 - umsókn um byggingarleyfi - viðbygging

1904017

Eigandi Vallargötu 17 sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar skv. meðfylgjandi gögnum. Samþykki nágranna fylgir erindinu.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

7.Norðurgata 24 - bygging bílgeymslu - fyrirspurn

1903079

Eigandi Norðurgötu 24 leggur fram fyrirspurn hvort heimilað yrði að byggja bílgeymslu á lóð skv. meðfylgjandi hugmyndum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að grendarkynna málið.

8.Strandgata 8 - umsókn um stöðuleyfi

1903061

AG Seafood óskar eftir stöðuleyfi á lóð sinni við Strandgötu 6-8 fyrir tvo gáma til að leysa tímabundna þörf til að auka frystigetu fyrirtækisins.
Samþykkt að heimila skipulagsfulltrúa að veita stöðuleyfi til eins árs.

9.Umhverfisdagar í Suðurnesjabæ

1904040

Tillaga að fyrirkomulagi umhverfisdaga 2019 lögð fram til umræðu.
Umhverfisfulltrúa falið að útfæra tillögu í samræmi við umræður á fundinum.

10.Aðgerðaráætlun gegn hávaða - drög - ósk um umsögn

1903086

Drög að aðgerðaráætlun ISAVIA, Vegagerðarinnar og Reykjanesbæjar gegn hávaða lögð fram til umsagnar.
Ráðir gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög og lýsir yfir ánægju með þær aðgerðir sem þar eru kynntar.

11.Vargveiði í Suðurnesjabæ

1904041

Tillaga að reglum um minka- og refaveiði lagðar fram til umfjöllunar.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

12.Suðurnesjabær - Framkvæmdir 2019

1902074

Minnisblað um fund með Vegagerðinni lagt fram.
Minnisblað um stöðu verkefna á framkvæmdaráætlun lagt fram.
Lagt fram til kynningar.

13.Landamál - Sandgerðisjörð, eignarhald

1903072

Tillaga að skiptingu lóða í blönduðu eignarhaldi milli Suðurnesjabæjar og Fiskiðjunnar/Garðs lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

14.Landsskipulagsstefna

1903050

Lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu lögð fram til kynningar.

15.Persónuverndarstefna Suðurnesjabæjar

1809116

Nýsamþykkt persónuverndarstefna Suðurnesjabæjar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?