Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

9. fundur 19. mars 2019 kl. 17:00 - 18:15 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Atli Þór Karlsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Laufey Erlendadóttir boðaði forföll og sat Atli Þór Karlsson varamaður fundinn í hennar stað.

1.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Tímafrestur sem íbúum var gefinn til að koma á framfæri hugmyndum vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu er liðinn. Áherslur Framkvæmda- og skipulagsráðs ræddar og næstu skref ákveðin.
Drög að samkeppnislýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags lögð fram til umfjöllunar. Formanni ráðsins og skipulagsfulltrúa falið að vinna drögin áfram með ráðgjöfum í samræmi við umræður á fundinum og kynna ráðinu tillögu að því loknu.

2.Nátthagi 13 - umsókn um lóð

1903028

Guðni Ágúst Gíslason sækir um lóðina Nátthaga 13 undir byggingu frístundahúss.
Samþykkt

3.Skálareykjavegur 12 - stækkun lóðar

1903027

GSE óskar eftir að fá að stækka lóð fyrirtækisins við Skálareykjaveg 12
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?