Framkvæmda- og skipulagsráð
Dagskrá
Laufey Erlendsdóttir boðaði forföll og sat Atli Karlsson varamaður fundinn í hennar stað.
1.Stækkun Keflavíkurfluvallar - drög að matsáætlun
1807105
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að matsáætlun vegna stækkun Keflavíkurflugvallar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar.
2.Þinghóll 3 - umsókn um byggingarleyfi
1901099
Lóðarhafi sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falin afgreiðsla byggingarleyfis.
3.Víkurbraut 9 - stækkun byggingareits
1901103
Eigandi Víkurbrautar 9 óskar eftir stækkun byggingarreits á lóð.
Lóðin Víkurbraut 9 er ekki á deiliskipulögðu svæði og því er ekki í gildi neinn byggingarreitur fyrir lóðina. Ráðið tekur jákvætt að heimila stækkun á framhluta húss til norðvestur. Ekki er svigrúm á núv. lóð til að stækka húsið í aðrar áttir. Stækkun hús yrði þó í öllum tilfellum einungis heimiluð að undangenginni grenndarkynningu og því að gámabyggingar sem reistar hafa verið án leyfis umhverfis húsið hafi verið fjarlægðar.
4.Nátthagi 5 - umsókn um lóð
1902071
Guðjón Vilhelm Sigurðsson sækir um lóðina Nátthaga 5 undir byggingu sumarhúss.
Samþykkt
5.Fagurhóll 22, 24, 26, 28 - umsókn um lóð
1901091
Fagurhóll Investments sækir um lóðina Fagurhóll 22-28 undir byggingu raðhúss.
Samþykkt
6.Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar:Tillaga að deiliskipulagi 2018
1806454
Tillögur að breytingu á norðurhluta skipulagssvæðis lagðar fram til umfjöllunar
Skipulagsfulltrúa falið að útfæra tillögu af norðurhluta svæðisins með t.t. umræðu á fundinum.
7.Suðurnesjabær - Framkvæmdir 2019
1902074
Farið yfir valdar framkvæmdir framundan.
Farið yfir tillögur að breytingum á skólalóð Gerðaskóla og viðbyggingu á aukaklefa við Íþróttamiðstöðina í Garði
Fundi slitið - kl. 18:30.