Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

7. fundur 31. janúar 2019 kl. 17:00 - 18:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Hafrún Ægisdóttir varamaður
  • Jónas Eydal Ármannsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Reynir Ragnarsson og Jón Sigurðsson boðaðuðu forföll og sátu varamenn þeirra, Hafrún Ægisdóttir og Jónas Eydal Ármannsson fundinn í þeirra stað.

1.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Áætlun um næstu skref, tímasetningar, kostnaðaráætlun og samkeppnislýsingu, lögð fram til umfjöllunar.
Ráðið samþykkir fyrirhugaðar áætlanir og vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.

2.Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar:Tillaga að deiliskipulagi 2018

1806454

Athugasemdafresti vegna deiliskipulagstillögu lauk 28. desember. 7 athugasemdir bárust við tillöguna.
Ráðið leggur til að umfang fyrirhugaðrar byggðar verði minnkað verulega til að koma til móts við þær athugasemdir sem bárust við tillöguna. Í þessu felst að deiliskipulagstillagan muni einungis afmarkast af norðurhluta svæðisins og nyrðri stofnæð um hverfið. Íbúðargerðir í skipulaginu taka jafnframt breytingum að hluta til. Deiliskipulagstillagan með áorðnum breytingum verður í samræmi við gildandi aðalskipulag ef frá eru talin minni háttar breytingar á mörkum íbúðarbyggðar til norðurs og austurs. Lagt er til bæjarstjórn samþykki fyrirhugaðar breytingar og auglýsi niðurstöðuna í kjölfarið með áberandi hætti auk þess að kynna hana sérstaklega þeim aðilum sem gerðu ofangreindar athugasemdir.

3.Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2008-2024 - Tillaga að breytingu

1806469

Athugasemdafresti vegna breytingu á Aðalskipulagi lauk 28. desember. 7 athugasemdir bárust við tillöguna.
Ráðið leggur til að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verði frestað með hliðsjón af afgeiðslu 2. máls.

4.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024 - breytingar

1812095

Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja lögð fram til samþykktar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja.

5.Deiliskipulag á Keflavíkurfluvelli - öryggissvæði

1901048

Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagslýsingu öryggissvæðis Keflavíkurflugvallar.

6.Verndarsvæði í byggð - Krókskotstún-Landakotstún Sandgerði

1806563

Í framhaldi af bókun í Framkvæmda og skipulagsráði þann 18.september 2018 og opinn samráðsfund í Vörðunni þann 23. október 2018, var á 7. fundi bæjarstjórnar þann 7. nóvember 2018, samþykkt samhljóða að auglýsa tillögu um verndarsvæði í byggð, skv. 5. gr. laga um Verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Auglýsinga- og athugasemdafresti við skýrsluna lauk 18. desember 2018 og bárust okkrar almennar fyrirspurnir auk þess talsmaður landeigenda Landakotslands óskaði eftir að auknum athugasemdafresti. Samþykkt var í bæjarstjórn þann 19. desember 2018 að framlengja athugasemdarfrestinn til 15. janúar 2019. Ein athugasemd barst.
Ráðið leggur til að skýrslan verði uppfærð m.t.t. athugasemdar sem barst og hún send mennta- og menningarmálaráðherra til staðfestingar.

7.Fagurhóll 2, 4, 6 - umsókn um lóð

1901088

Fagurhóll Investments ehf. sækir um lóðina Fagurhól 2, 4 og 6 undir byggingu raðhúss.
Samþykkt

8.Fagurhóll 9, 11, 13 - umsókn um lóð

1901089

Fagurhóll Investments ehf. sækir um lóðina Fagurhól 9, 11 og 13 undir byggingu raðhúss.
Samþykkt

9.Fagurhóll 16, 18, 20 - umsókn um lóð

1901090

Fagurhóll Investments ehf. sækir um lóðina Fagurhól 16, 18 og 20 undir byggingu raðhúss.
Samþykkt

10.Nátthagi 12 umsókn um lóð

1901096

Marías Bjarni Viggósson sækir um lóðina Nátthaga 12 undir byggingu frístundahúss.
Samþykkt

11.Fjöruklöpp 6-8 - umsókn um lóð

1901097

Andri Björn Tryggvason sækir um lóðina Fjöruklöpp 6-8 undir byggingu parhúss
Samþykkt

12.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019 - 2022

1809099

Fjárfestingar 2019-2022. Áætlun um fjárfestingar vísað til umfjöllunar í Framkvæmda- og skipulagsráði frá Bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?