Fara í efni

Fræðsluráð

4. fundur 13. nóvember 2018 kl. 16:15 - 17:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Sigrún Halldórsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 - Fræðsluráð

1810048

Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri Sandgerðisskóla fór yfir drög að fjárhagsáætlun skólans 2019, bókasafns og Skólasels. Hún lagði einnig fram starfsáætlun 2019 fyrir Sandgerðisskóla.
Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri Gerðaskóla boðaði forföllvegna veikinda. Starfsmaður lagði fram drög að fjárhagsáætlun 2019 fyrir Gerðaskóla.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð þakkar skólastjórum fyrir fram lagðar fjárhagsáætlanir fyrir árið 2019.

2.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Fræðsluráð fjallaði um Erindisbréf fyrir Fræðsluráð Sameinaðs sveitarfélag Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs, 2. grein 4. málsgrein þar sem segir:
Skólastjórar leik-og grunnskóla, leik- og grunnskólakennarar og foreldrar leik- og grunnskólabarna kjósa hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á skólanefndarfundum með málfrelsi og tillögurétt þegar málefni viðkomandi skólastigs eru til umfjöllunar.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð leggur til að samkvæmt þessari málsgrein verði fyrst um sinn unnið þannig að þegar málefni tiltekins grunnskóla eru á dagskrá sitji skólastjóri, fulltrúi foreldra og fulltrúi kennara þess skóla sem í hlut á þá fundi. Þegar almenn málefni grunnskóla eru á dagskrá eigi skólastjórar, fulltrúar foreldra og fulltrúar kennara beggja grunskóla seturétt á þeim fundum.
Hið sama eigi við um leikskólastigið.

3.Fræðsluráð: starfsáætlun 2018-2022

1808081

Frá 7. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 7. nóvember 2018, 7. mál.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð fagnar afgreiðslu bæjarstjórnar í þessu máli.

4.Námskeið fyrir skólanefndir

1811006

Farið var yfir erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem boðið er upp á námskeið fyrir skólanefndir í nóvember n.k.
Afgreiðsla:
Formaður og starfsmaður ráðsins munu sækja námskeiðið

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?