Fara í efni

Fræðsluráð

2. fundur 18. september 2018 kl. 16:15 - 19:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Sigrún Halldórsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson
Dagskrá

1.Skólastjóri Gerðaskóla

1809066

Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri Gerðaskóla fór yfir upphaf skólaársins 2018-2019.
Fram kom að skólinn fer vel af stað. Mönnun hefur gengið vel.
Afgreiðsla:
Mál til kynningar.
Fræðsluráð þakkar Evu Björk fyrir góða kynningu.

2.Skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði

1809086

Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði fór yfir upphaf skólaársins 2018-2019.
Fram kom að skólaárið fer vel af stað. Mönnun hefur gengið vel.
Afgreiðsla:
Mál til kynningar.
Fræðsluráð þakkar Hólmfríði fyrir góða kynningu.

3.Gerðaskóli: nýbygging

1809079

Skólastjóri Gerðaskóla ræddi fyrirhugaða viðbyggingu við skólann.
Hún benti á verulega fjölgun nemenda við skólann næsta haust og áréttaði nauðsyn þess að viðbygging verði risin fyrir skólabyrjun haustið 2019.
Afgreiðsla:
Mál til kynningar.
Fræðsluráð leggur til við bæjarstjórn að fjármagn til stækkunar Gerðaskóla verði tryggt við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

4.Gerðaskóli:skólalóð

1809082

Skólastjóri Gerðaskóla ræddi stöðu framkvæmda við skólalóð skólans. Endurhönnun lóðar hefur farið fram. Hún ræddi sérstaklega hugmyndir um breytta aðkomu bifreiða við skólann og bílastæði. Núverandi aðstæður skapi hættu við skólann.
Afgreiðsla:
Mál til kynningar.
Fræðsluráð hvetur til að hafist verði handa við framkvæmdir á skólalóð hið fyrsta.

5.Gerðaskóli: tölvuvæðing

1809083

Skólastjóri Gerðaskóla ræddi innleiðingu Ipad tölva í skólanum. Hún ræddi um hvaða stefnu ætti að taka í tölvuvæðingu í skólum sveitarfélagsins. Benti hún á að hugsanlega væri hægt að samnýta starfsmann við innleiðingu umsjón og kennslu í skólum sveitarfélagsins.
Skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði skýrði frá stöðu þessara mála í skólanum. Hún tók undir nauðsyn þess að móta stefnu í þessum málum og þörf á starfsmanni til að stýra innleiðngu og hafa umsjón með þessum málum.
Afgreiðsla:
Mál til kynningar.
Fræðsluráð tekur undir nauðsyn þess að móta stefnu í tölvumálum.
Fræðsluráð vísar stefnumótun í tölvumálum til gerðar skólastefnu sveitarfélagsins.
Fræðsluráð hvetur skólastjórnendur til að taka starfsmannamál tengd þessu upp við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

6.Grunnskólinní Sandgerði:starfsmannamál

1809085

Skólastjóri fór yfir ósk um breytingar á starfsmannamálum í Grunnskólanum í Sandgerði.
Afgreiðsla:
Mál til kynningar.
Fræðsluráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.

7.Grunnskólinn í Sandgerði: nafnabreyting

1809084

Skólastjóri ræddi um heiti Grunnskólans í Sandgerði og hvaða augum fræðsluráð liti það að finna skólanum styttra og þjálla nafn. Í ljósi breyttra aðstæðna við sameiningu sveitarfélaganna er lagt til að skólinn fái heitið Sandgerðisskóli.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð tekur undir ábendingar skólastjóra og leggur til við bæjarstjórn að heiti skólans verði breytt í Sandgerðisskóli.

8.Heimasíðan:grunnskólar

1809081

Skólastjórar beggja grunnskólanna ræddu um heimasíður skólanna, uppsetningu þeirra og daglegan rekstur.
Fram kom að heimasíðurnar eru börn síns tíma og eru óaðgengilegar og þungar í vöfum.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð óskar eftir fjármagni til að vinna notendavænni heimasíður fyrir skólana.

9.Grunnskólar: félagsstarf nemenda

1809080

Skólastjórar beggja grunnskólanna ræddu félagsstörf nemenda í skólunum. Fram kom að óvissa hefur myndast í málaflokknum í Garðinum og koma þarf málum á hreint. Einnig kom fram að félagslíf fyrir miðstigið í Sandgerði er með minnsta móti og þyrfti að efla það með einhverjum hætti.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð tekur undir að efla þyrfti félagsmiðstöðvar í báðum bæjarhlutum og óskar eftir því að íþrótta- og tómstundaráð taki málið til umfjöllunar.

10.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Farið var yfir drög að erindisbréfi fræðsluráðs.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð bendir sérstaklega á 4. málsgrein 2. greinar erindisbréfsins þar sem segir:
"Skólastjórar leik-og grunnskóla, leik- og grunnskólakennarar og foreldrar leik- og grunnskólabarna kjósa hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á skólanefndarfundum með málfrelsi og tillögurétt þegar málefni viðkomandi skólastigs eru til umfjöllunar."

Það er álit fræðsluráðs að þessi málsgrein henti ekki aðstæðum í sveitarfélaginu og felur starfsmanni að umorða hana og gera tillögu að breytingu á henni.
Að öðru leyti gerir fræðsluráð ekki athugasemd við drögin utan þess að þar sem stendur skólanefnd komi fræðsluráð.

11.Fræðsluráð: starfsáætlun 2018-2022: skólastefna

1808081

Frá 5. Fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn13. september 2018. 29. mál.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir tillögu fræðsluráðs um verklag, kostnaðaráætlun og fl. varðandi skólastefnu og vísar málinu til vinnslu í fjárhagsáætlun 2019.

Á fundinum voru skólastefnur Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar lagðar fram auk þess sem bæklingur Sambands íslenskra sveitarfélaga "Skólastefna sveitarfélaga" var lagður fram.

Afgreiðsla:
Gögn lögð fram á fundinum.
Fræðsluráð felur starfsmanni að kanna kostnað og fyrirkomulag við gerð þeirra stefna sem fyrir liggja og leggja fram á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?