Fara í efni

Fræðsluráð

1. fundur 29. ágúst 2018 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Sigrún Halldórsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson
Dagskrá

1.Fræðsluráð: starfsáætlun 2018-2022

1808081

Formaður bauð fræðsluráð velkomið til starfa.
Farið var yfir skipan fræðsluráðs og rætt var um gerð starfsáætlunar fyrir ráðið.
Formaður óskaði eftir þvi við fulltrúa í ráðinu að þeir tækju saman sínar áherslur í komandi starfi ráðsins og leggðu fram á næsta fundi.
Afgreiðsla:
Málið er í vinnslu. Ráðið telur það sitt fyrsta verk að hefja vinnu við gerð skólastefnu fyrir sameinað sveitarfélag og óskar eftir fjárheimild bæjarstjórnar til að hefja það verk.
Reglulegur fundartími fræðsluráðs var samþykktur þriðjudagur í þriðju viku hvers mánaðar kl. 16:15.

2.Fjölskyldusvið: fræðsluþjónusta

1807110

Farið var yfir ákvörðun bæjarstjórnar um nýtt skipurit fyrir sameinað sveitarfélag.
Fræðsluráð ræddi uppbyggingu þjónustu innan fjölskyldusviðs og samning við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.
Afgreiðsla:
Málið er í vinnslu.
Fræðsluráð fagnar áformum um fjölskyldusvið og þjónustu á því sviði.

3.Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs

1806803

Sameinuð gjaldskrá fyrir nýtt sveitarfélag er í vinnslu hjá bæjarstjórn. Ráðið fjallaði um þá gjaldaliði sem heyri undir verkefnasvið þess.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
Fræðsluráð hvetur til þess að kostnaður vegna skólamáltíða verði samræmdur hið fyrsta.
Fræðsluráð telur að umönnunarbætur ættu að vera jafnar fyrir alla jafnt, óháð því hvort um dagvistun er að ræða eða ekki.

4.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Fyrir fundinum liggja drög að erindisbréfi fyrir nýtt fræðsluráð Sameinaðs sveitarfélags.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
Vísað til næsta fundar fræðsluráðs.

5.Sandgerðisbær: skóladagatöl 2018-2019

1806404

Frá 2. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 4. júlí 2018.
Lokun leikskóla milli jóla og áramóta: til afgreiðslu.
Fyrir fundinum liggur dagatal leikskólans Sólborgar 2018-2019.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins og vísar því til umsagnar í fræðsluráði.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð gerir ekki athugasemd við tvo starfsdaga í leikskólanum Sólborgu milli jóla og nýárs eins og fyrir liggur í skóladagatali.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?