Fræðsluráð
Dagskrá
1.Sviðsstjóri mennta- og tómstundasviðs
2401005
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri mennta- og tómstundasviðs Suðurnesjabæjar.
Fræðsluráð býður Hafdísi velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins.
2.Gerðaskóli - ytra mat
2106069
Kynning á umbótaáæltun Gerðaskóla í kjölfar ytra mats.
Skólastjóri Gerðskóla kynnti umbótaáætlunina. Fræðsluráð þakkar honum fyrir og óskar skólanum til hamingju með matið.
3.Gerðaskóli
2303023
Kynning á starfsáætlun Gerðaskóla 2023-2024.
Skólastjóri Gerðaskóla kynnti starfsáætlun skólans. Fræðsluráð þakkar góða kynningu.
4.Fræðslu og frístundastefna Suðurnesjabæjar
2104028
Kynning á Mennta- og tómstundastefnu Suðurnesjabæjar.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða mennta- og tómstundastefnu Suðurnesjabæjar og leggur til að bæjarstjórn samþykki hana. Lagt er til að settur verði saman starfshópur sem kæmi að innleiðingu, aðgerðaáætlun og eftirfylgni á stefnunni.
5.Fjárhagsáætlun 2024-2027
2303087
Kynning á hækkunum á heimgreiðslum, daggæslugjöldum og niðurgreiðslum á skólamat.
Lagt fram til kynningar.
6.Skóladagatöl
2103036
Breyting á skóladagatali Gerðaskóla.
Breytingar á skóladagatali eru samþykktar.
Fundi slitið - kl. 09:15.