Fara í efni

Fræðsluráð

38. fundur 20. janúar 2023 kl. 08:15 - 10:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir formaður
  • Elvar Þór Þorleifsson aðalmaður
  • Elín Björg Gissurardóttir aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sunna Rós Þorsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Bryndís Guðmundsdóttir Deildarstjóri fræðsluþjónustu
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar: Hanna Þórsteinsdóttir leikskólastjóri boðaði forföll, Hafrún Ægisdóttir leikskólakennari boðaði forföll, Anna Marta Þorsteinsdóttir foreldri í leikskóla, Eva Sveinsdóttir skólastjóri boðaði forföll, Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir grunnskólakennari og Jóhanna Pálsdóttir foreldri úr grunnskóla.

1.Starfsáætlun leikskólans Gefnarborgar 2022-2023

1901013

Starfsáætlun leikskólans Gefnarborgar fyrir skólaárið 2022-2023 lög fram. Fræðsluráð staðfestir starfsáætlunina sem verður aðgengileg á heimasíðu skólans. Fræðluráð vill leggja áherslu á að starfsáætlun á að hafa borist fyrir 1. október ár hvert.

2.Starfsáætlun leikskólans Sólborgar 2022-2023

1901013

Starfsáætlun leikskólans Sólborgar fyrir skólaárið 2022-2023 lög fram. Fræðsluráð staðfestir starfsáætlunina sem verður aðgengileg á heimasíðu skólans. Fræðluráð vill leggja áherslu á að starfsáætlun á að hafa borist fyrir 1. október ár hvert.

3.Kynning á niðurstöðum könnunar varðandi frístundaiðkunn barna í Suðurnesjabæ

2209040

Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundaþjónustu kynnti niðurstöður könnunar varðandi frístundaiðkunn barna í Suðurnesjabæ. Fræðsluráð leggur til að þetta verkefni verði tilraunakeyrt sem fyrst til að fá reynslu á verkefnið.

4.Stefnumótun um dagvistun barna í Suðurnesjabæ - áfangaskýrlsa

2211013

Formaður fræðsluráðs lagði fram til kynningar áfangaskýrslu stýrihóps um stefnumótun um dagvistun barna í Suðurnesjabæ og bað deildarstjóra fræðsluþjónustu um að segja frá vinnu stýrihópsins.

5.Leikskólinn Sólborg - húsnæði

1901013

Formaður fór yfir stöðuna á ástandi húsnæðis leikskólans Sólborgar.

6.Nýr leikskóli við Byggðaveg

1901013

Formaður fór yfir stöðu framkvæmda við byggingu nýs leikskóla. Verklok eru áætluð í desember 2023.

7.Reglur um úthlutun fjármagns vegna sérkennslu og stoðþjónustu í leikskólum.

2212036

Lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?