Fara í efni

Fræðsluráð

32. fundur 18. mars 2022 kl. 08:15 - 10:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jónína Holm áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bylgja Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eydís Ösp Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Agnes Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Elín Björg Gissurardóttir formaður
Dagskrá

1.Skóladagatöl 2022-2022

2203041

Skóladagatal Gerðaskóla lagt fyrir til samþykktar. Eva Sveinsdóttir skólastjóri kynnti dagatalið. Fræðsluráð samþykkir dagatal Gerðaskóla fyrir skólaárið 2022-2023

2.Skóladagatöl 2022-2022

2203041

Skóladagatal Sandgerðisskóla lagt fyrir til samþykktar. Bylgja Baldursdóttir aðstoðarskólastjóri kynnti dagatalið. Fræðsluráð samþykkir dagatal Sandgerðisskóla fyrir skólaárið 2022-2023

3.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

2110089

Deildastjóri fræðsluþjónustu kynnti næstu skref í innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu barna.Fræðsluráð fagnar því að leik- og grunnskólar eru nú þegar farnir að vinna eftir lögunum og góðri samvinnu skóla og félagsþjónustunnar.

4.Foreldranámskeið

2101026

Námskeiðið Uppeldi sem virkar hefst 25.apríl n.k. og er ætlað foreldrum yngstu barna sveitarfélagsins. Leiðbeinandi verður Sóley Gunnarsdóttir. Námskeiðið verður auglýst á heimasíðu bæjarins.

5.Boð um þátttöku í samráði vegna nýs námsmatskerfis, Matsferils

2203028

Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytið hafa boðað til samráðsfundar meðal hagsmunaaðila í Duus húsunum 21.mars n.k. til að fjalla um nýtt námsmatskerfi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?