Fara í efni

Fræðsluráð

30. fundur 21. janúar 2022 kl. 08:15 - 10:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jónína Holm áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bylgja Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eydís Ösp Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Agnes Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Elín Björg Gissurardóttir formaður
Dagskrá

1.Sandgerðisskóli - ytra mat

1911049

Bylgja, aðstoðarskólastjóri fór yfir umbótaætlun vegna ytra mats í Sandgerðisskóla. Áætlunin er til þriggja ára. Fræðsluráð þakkar kynninguna og óskar starfsfólki góðs gengis við vinnu að skólaþróun.

2.Gerðaskóli - ytra mat

2106069

Eva, skólastjóri kynnti skýrslu um ytra mat sem fram fór í Gerðaskóla á haustönn. Fræðsluráð óskar skólasamfélaginu til hamingju með góðar niðurstöður.

3.Bréf vegna einveruherbergja 2021

2201034

Skýrsla umboðsmanns Alþingis lögð fram til kynningar

4.Menntun fyrir alla menntastefna 2030

18061347

Menntastefna menntamálaráðuneytis til 2030 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?