Fræðsluráð
Dagskrá
1.Starfsáætlun Gerðaskóla 2021-2022
2110047
Eva Sveinsdóttir, skólastjóri kynnti starfsáætlun Gerðaskóla 2021-2022. Eva sagði frá fjölbreyttu starfi í skólanum og nýjungum í starfinu. Ánægja er með viðgerðir á húsnæði skólans og nýbygginguna. Fræðsluráð þakkar kynninguna og samþykkir áætlunina.
2.Starfsáætlun Gefnarborgar 2021-2022
2110050
Ingibjörg Jónsdóttir, skólastjóri kynnti starfsáætlun Gefnarborgar 2021-2022. Ingibjörg sagði frá Erasmus þróunarverkefni þar sem markmiðið er að stuðla að og efla félagslega þátttöku barna með skynreiðu að leiðarljósi. Gefnarborg stýrir verkefninu. Þátttökuskólar eru frá Grikklandi, Króatíu, Svíþjóð og Rúmeníu. Gefnarborg er einnig í samstarfi við leikskóla í Póllandi í eTwinning verkefni. Fræðsluráð þakkar kynninguna og samþykkir áætlunina.
3.Starfsáætlun Sandgerðisskóla 2021-2022
2110049
Bylgja Baldursdóttir, starfandi skólastjóri kynnti starfsáætlun Sandgerðisskóla 2021-2022. Bylgja sagði frá fjölbreyttu starfi í skólanum, nýjungum, þróunarverkefni og lýðheilsuverkefni. Fræðsluráð þakkar kynninguna og samþykkir áætlunina.
Fundi slitið - kl. 10:00.