Fara í efni

Fræðsluráð

25. fundur 18. maí 2021 kl. 16:15 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Hildur Fransdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórunn Katla Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu
Dagskrá

1.Leikskólinn Sólborg innra mat skólaárið 2020-2021

2105044

Skólastjóri Sólborgar fór yfir innra mat skólans sem gert var í desember 2020. Niðurstöður eru góðar heilt yfir fræðsluráð fagnar því.

2.Leikskólinn Gefnarborg innra mat skólaárið 2020-2021

2105044

Verkefnastjóri í Gefnarborg kynnti mat á þróunarverkefni sem unnið er að í Gefnarborg.

3.Þróunarverkefni-drengir og læsi

2105045

Deildarstjóri fræðsluþjónustu kynnti þróunarverkefni sem unnið verður í samstarfi við Reykjanesbæ skólaárið 2021-2022 varðandi læsi drengja.

4.Dagforeldrar í Suðurnesjabæ 2021

2001112

Deildarstjóri fræðsluþjónustu sagði frá starfandi dagforeldrum í Suðurnesjabæ.

5.Rannsóknir og greining

2012011

Fræðsluráð leggur til að niðurstöður verði rýndar enn frekar af formönnum fræðsluráðs og íþrótta- og tómstundaráðs.

6.Sandgerðisskóli - ytra mat

1911049

Ytra mat fer fram á starfi Sandgerðisskóla vor 2021
Ytra mat fór fram í Sandgerðisskóla í maí og gert er ráð fyrir að niðurstöður verði birtar í ágúst 2021.

7.Fræðslu og frístundastefna

2001051

Drög að fræðslu- og frístundastefnu lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?