Fara í efni

Fræðsluráð

24. fundur 20. apríl 2021 kl. 16:15 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Dagný Þormar áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Hildur Fransdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Ægisdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu
Dagskrá
Jonína Magnúsdóttir boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í hennar stað. Eva Björk og Þórunn Katla boðuðu forföll.
Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri Sandgerðisskóla sat fundinn. Halldór Lárusson sat fundinn undir liðnum Skóladagatal tónlistarskóla Sandgerðis.

1.Skóladagatal Sandgerðisskól 2021-2022

2103036

Skólastjóri mun fara yfir dagatalið.
Fræðsluráð þakkar skólastjóra Sandgerðisskóla yfirferðina og samþykkir skóladagatal Sandgerðisskóla fyrir árið 2021-2022. Í dagatalinu eru tveir dagar tvöfaldir og merktir sem appelsínugulir og uppfyllir skólinn því 180 daga skólaár.

2.Skóladagatal tónlistarskóla Sandgerðis 2021-2022

2103036

Fræðsluráð þakkar Halldóri yfirferð á skóladagatalinu og samþykkir dagatalið fyrir skólaárið 2021-2022.

3.Skóladagatal tónlistarskólans í Garði 2021-2022

2103036

Fræðsluráð samþykkir skóladagatal tónlistarskólans í Garði fyrir skólaárið 2021-2022.

4.Átak til að bæta starfsumhverfi leikskóla í Suðurnesjabæ

1911026

Fræðsluráð hefur móttekið bréf frá leikskólum Suðurnesjabæjar dagsett 12.apríl 2021. Fræðsluráð mælir með að lokað verði í leikskólum milli jóla og nýárs og vísar þá til ákvörðunar sem liggur fyrir í sveitarfélögum í kringum okkur. Fræðsluráð telur afar mikilvægt að Suðurnesjabær sé með skóladagatöl leikskóla sambærileg til að starfsaðstæður séu sambærilegar. Lokað hefur verið milli jóla og nýárs síðustu ár og ekki hafa borist kvartanir frá foreldrum. Málinu er vísað til staðfestingar í bæjarráði.

5.Fræðsluráð - fundartími næsta skólaár

1908043

Fundartími fræðsluráðs skólaárið 2021-2022 verður þriðja föstudag í mánuði kl.8:15-10:00.

6.Nýr leikskóli í Suðurnesjabæ

1912012

Deildarstjóri fræðsluþjónustu fór yfir stöðu á vinnu við undirbúning byggingu nýs leikskóla í Suðurnesjabæ.

7.Fræðslu- og frístundastefna

2001051

Deildarstjóri fræðsluþjónustu fór yfir stöðu á vinnu við Fræðslu og frístundastefnu Suðurnesjabæjar. Vinnan hefur dregist á langinn og er Covid 19 þar aðal áhrifavaldurinn.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?