Fara í efni

Fræðsluráð

23. fundur 16. mars 2021 kl. 16:15 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Dagný Þormar áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Hildur Fransdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórunn Katla Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Helgadóttir Deildarstjóri fræðsluþjónustu
Dagskrá
Ásta Guðný Ragnarsdóttir sat fundinn fyrir H lista

1.Skóladagatal Gerðaskóla 2021-2022

2103036

Skólastjóri Gerðaskóla fór yfir skóladagatal skólans fyrir árið 2021-2022 skóladagar eru 179 vegna árshátíðar nemenda sem er tvo seinniparta í apríl.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð samþykkir dagatalið

2.Menntamálastofnun - svar við umsókn um ytra mat á leikskólum

2010091

Deildarstjóri fræðsluþjónustu lagði fram svar Menntamálastofnunar vegna umsóknar um ytra mat í leikskólanum Gefnarborg. Ekki var hægt að verða við umsókninni að þessu sinni. Umsókn verður send inn að ári.
Afgreiðsla:
Lagt fram

3.Foreldranámskeið

2101026

Deildarstjóri fræðsluþjónustu kynnti námskeið sem boðið er uppá fyrir foreldra á skólaárinu 2020-2021
PMTO námskeið í samstarfi við Grindavíkurbæ
Klókir litlir krakkar fyrir foreldra barna 3-10 ára
Uppeldi sem virkar ? færni til framtíðar fyrir foreldra barna á leikskólaaldri.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar

4.Landshlutateymi í málefnum fatlaðra barna á Suðurnesjum

2009114

Deildarstjóri fræðsluþjónustu sagði frá samstarfsverkefni sveitarfélaga á Suðurnesjum með Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar

5.Staðan á hugmyndavinnu nýja leikskólans í Suðurnesjabæ

1912012

Deildarstjóri fræðsluþjónustu sagði frá stöðu á hugmyndavinnu nýja leikskólans.
Afgreiðsla:
Lagt fram

6.Fræðslu- og frístundastefna

2001051

Deildarstjóri fræðsluþjónustu kynnti stöðu á vinnu við Fræðslu- og frístundastefnu Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?