Fræðsluráð
Dagskrá
1.Starfsáætlun Tónlistarskóla Sandgerðis 2020-2021
2009136
Skólastjóri kynnir starfsáætlun vetrarins.
Fræðsluráð þakkar skólastjóra Tónlistarskóla Sandgerðis fyrir góða kynningu. Ánægjulegt að heyra hversu jákvætt og blómlegt starf á sér stað í skólanum.
2.Starfsáætlun Tónlistarskólans í Garði 2020-2021
2009136
Skólastjóri kynnir starfsáætlun vetrarins
Skólastjóri tónlistarskólans í Garði kynnti starfsáætlun skólans 2020-2021. Fræðsluráð þakkar góða kynningu. Ánægjulegt hversu vel gengur þrátt fyrir ástandið í samfélaginu.
3.Samstarf skólastiga
2009136
Deildarstjóri fræðsluþjónustu fer yfir samstarf skólastiga
Deildarstjóri fræðsluþjónustu kynnti samstarf skólastiga og mikilvægi þess.
4.Menntastefna
2001051
Deildarstjóri fræðsluþjónustu fer yfir stöðu á vinnu við Menntastefnu Suðurnesjabæjar
Deildarstjóri fræðsluþjónustu fór yfir stöðu á vinnu við Fræðslu og frístundastefnuna. Fræðsluráð hvetur til þess að íbúagátt "Betra Ísland" verði nýtt til að sækja hugmyndir og viðhorf íbúa við gerð fræðslu- og frístundastefnu.
5.Skólastarf á tímum samkomutakmarkana 2020-21
2006046
Deildarstjóri fræðsluþjónustu fer yfir stöðu á skólastarfi á tímum Covid
Deildarstjóri fræðsluþjónustu sagði frá stöðu innan skólana á tímum farsóttar. Það er mikið álag á skólastjórnendum við skipulag á skólahaldi. Skólafólk á hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf á erfiðum tímum.
6.Snillitímar í Gerðaskóla
2011040
Skólastjóri kynnir snillitíma í Gerðaskóla
Skólastjóri Gerðaskóla kynnti þróunarverkefnið "Snillitímar". Fræðsluráð þakkar góða kynningu, frábært verkefni sem við erum stolt af. Innilegar hamingjuóskir með tilnefninguna til íslensku menntaverðlaunanna.
Fundur er haldinn í gegnum Teams vegan samkomutakmakana á tímum Covid.
Fundi slitið - kl. 18:15.