Fræðsluráð
Dagskrá
1.Innra mat og starfsáætlun Sandgerðisskóla 2020-2021
2009136
Fræðsluráð þakkar góða kynningu. Áætlun Sandgerðisskóla er tvíþætt annars vegar sjálfsmatsskýrsla þar sem kemur inn umbótaáætlun fyrir skólaárið 2020-2021 og hins vegar starfsáætlun sem tengist fjárhagsáætlun. Vel unnin umbótaáætlun sem skilar sér í betra skólastarfi.
2.Starfsáætlun Gerðaskóla 2020-2021
2009136
Fræðsluráð þakkar góða kynningu. Skólastjóri fór yfir starfsáætlun skólans og kynnti helstu verkefni sem unnið verður að í Gerðaskóla veturinn 2020-2021. Mikið að gerast í skólanum nemendur sitja mjög þrögnt þennan veturinn þar sem þurfti að loka hluta skólans vegna rakaskemmda í elstu byggingu hússins. Það eru mjög áhugaverðir hlutir að gerast í Gerðaskóla þróunarverkefnið "Snillitímar" fékk tilnefningu til íslensku menntaverðlaunanna 2020 fræðsluráð óskar Gerðaskóla innilega til hamingju með þennan frábæra árangur í skólastarfi sem tekið er eftir.
3.Starfsáætlun Gefnarborgar 2020-2021
2009136
Hafrún fór yfir starfsáætlun Gefnarborgar. Fræðsluráð þakkar góða kynningu. Mjög áhugavert þróunarverkefni er verið að vinna í Gefnarborg þar sem skólastarfið fer fram í flæði innan skólans. Einnig er verið að vinna að þróunarverkefni Erasmus plus um Læsistengda skynjun. Spennandi verkefni þar sem ætlunin var að fara í námsferðir á milli landa en verður ekki hægt vegna Covid ferðir bíða þar til betur árar. Metnaðarfullt og glæsilegt skólastarf.
Fræðsluráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu leikskólalóðar í Gefnaborg og skorar enn og aftur á bæjaryfirvöld að gera lóðina örugga og barnvæna hið fyrsta.
Fræðsluráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu leikskólalóðar í Gefnaborg og skorar enn og aftur á bæjaryfirvöld að gera lóðina örugga og barnvæna hið fyrsta.
4.Starfsáætlun Sólborgar 2020-2021
2009136
Fræðsluráð þakkar góða kynningu. Árið hefur verið viðburðaríkt í Sólborg það er að skapast stöðugleiki í starfsmannahópnum og áhugi meðal starfsmanna. Ánægjulegt að sjá hversu margir starfsmenn eru að mennta sig í leikskólakennarfræðum. Gaman að heyra hvað starfið er á góðri leið og hversu mikill metnaður er í starfinu. Þörf er á viðhaldi á leikskólalóð Sólborgar.
Fræðsluráð óskar eftir að gerð verði úttekt á leikskólalöðum sveitarfélagsins með öryggi barna að leiðarljósi svo hægt verði að gera úrbótaáætlun í kjölfarið.
Fræðsluráð óskar eftir að gerð verði úttekt á leikskólalöðum sveitarfélagsins með öryggi barna að leiðarljósi svo hægt verði að gera úrbótaáætlun í kjölfarið.
5.Beiðni um breytingu á skóladagatali Sólborgar 2020-2021
2009136
Beiðni um tilfærslu skipulagsdaga samþykkt
6.Heilsueflandi samfélag í Suðurnesjabæ
2001072
Fræðsluráð fer fram á við skóla Suðurnesjabæjar að þeir gerist Heilseflandi skólar og taki þannig þátt í Heilsueflandi samfélagi.
7.Fræðsluþjónusta - Námsvist utan lögh.- Yfirlit 2020-2021
1909035
Lagt fram til kynningar
8.Menntastefna
2001051
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 18:15.