Fara í efni

Fræðsluráð

19. fundur 15. september 2020 kl. 16:15 - 18:15 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Elín Björg Gissurardóttir formaður
Dagskrá

1.Starfsáætlun fræðsluþjónustu

2006082

Starfsáætlun fræðsluþjónustu lögð fram til kynningar. Fræðsluráð þakkar góða kynningu og gaman að sjá metnaðarfullt starf framundan.

2.Málið okkar - horft til framtíðar

2008025

Þróunarverkefnið Málið okkar - horft til framtíðar kynnt. Fræðsluráð fagnar þessu frábæra verkefni sem á eftir að nýtast nemendum skólana vel.

3.Talþjálfun

2006101

Talþjálfun Tröppu kynnt og hvernig unnið er að fjarþjálfun grunnskólanema. Fræðsluráð fagnar þessari nýjung og hversu vel þjálfunin fer af stað.

4.Menntastefna

2001051

Breytingar á tímalínu menntastefnu lögð fram til kynningar.

5.Starfsáætlun fræðsluráðs

2006082

Efni sem áætlað er að taka fyrir í fræðsluráði veturinn 2020-2021.
Einnig þurfum við að taka umræðu um fundartíma fræðsluráðs.
Starfsáætlun fræðsluráðs kynnt, umræður um starfsáætlunina og fundarefni. Fræðsluráð óskar eftir kynningum á þróunarverkefnum reglulega yfir starfsárið. Fræðsluráð óskar eftir því að fundir verði kl.16:15 þriðja þriðjudag í mánuði og vísar til bæjarráðs að áheyrnarfulltrúar fái laun fyrir setu á fundum þar sem samkvæmt lögum um grunnskóla og lögum um leikskóla eiga áheyrnarfulltrúar að sitja fundi.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?