Fara í efni

Fræðsluráð

17. fundur 19. maí 2020 kl. 16:15 - 18:15 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hólmfríður Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jónína Holm áheyrnarfulltrúi
  • Heiða Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu
Dagskrá

1.Sólborg

1910050

Þuríður Þormar aðstoðarskólastjóri Sólborgar fer yfir starfið skólaárið 2019-2020
Þökkum fyrir góða kynningu. Gott að heyra hversu jákvætt umhverfið er í Sólborg og gleði greinilega einkennandi í skólastarfinu.

2.Tónlistarskóli Sandgerðis

1911014

Halldór mun fara yfir starfið á liðnu skólaári
Við þökkum Halldóri góða kynningu og ánægjulegt hversu vel fjarkennsla gekk á tímum Covid19. Það væri athyglisvert að skoða fjarkennslu og hvernig við getum þróað hana í takt við skólastarfið sem hluta af fjölbreyttum kennsluháttum.

3.Samskiptaáætlun Sandgerðisskóla

2003050

Vinnuferlið er einstaklega gott og gott að tala um samskiptaáætlun þessi vinna er til eftirbreytni fyrir aðra skóla. Hrós fyrir þessa flottu vinnu.

4.Sandgerðisskóli - mat á skólastarfi 2020

2003050

Hólmfríður mun fara yfir niðurstöður úr skólapúlsi
Þökkum góða kynningu og afar ánægjulegt að sjá hversu jákvæðar niðurstöður eru úr Skólapúlsinum.

5.Menntastefna

2001051

Vinna við menntastefnu Suðurnesjabæjar fer af stað í ágúst 2020 í stað apríl vegna Covid19.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?