Fara í efni

Fræðsluráð

9. fundur 18. júní 2019 kl. 16:00 - 18:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Sigrún Halldórsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson fundarritari
Dagskrá

1.Skólastjóri Leikskólans Gefnarborgar

1810046

Ingibjörg Jónsdóttir skólastjóri lagði fram skóladagatal fyrir skólaárið 2019-2020.
Hún fór yfir skóladagatalið og skýrði helstu áherslur í starfi skólans um þessar mundir.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð þakkar Ingibjörgu Jónsdóttur skólastjóra fyrir hennar innlegg á fundinn.
Fræðsluráð staðfestir skóladagatal 2019-2020 fyrir leikskólann Gefnarborg.

2.Skólastjóri Leikskólans Sólborgar

1810045

Þórdís sem er fráfarandi meðstjórnandi og Þuríður sem er að taka við af Þórdísi mættu fyrir hönd skólastjóra Sólborgar sem komst ekki á fundinn
Þær fóru yfir skóladagatal 2019-2020 og kynntu nýliðaprógram sem nýta á sem endurmenntunarprogram næsta haust og allt starfsfólk mun fara í gegnum. Þetta er 12 vikna program þar sem skerpt verður á lotum Hjallastefnunnar og kynjanámskrá og ætti að skila sér inn í starfið og bæta það svo um munar.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð þakkar Þórdísi og Þuríði fyrir þeirra innlegg á fundinn.
Fræðsluráð staðfestir skóladagatal 2019-2020 fyrir leikskólann Sólborg.

3.Inntökureglur leikskóla - Suðurnesjabær

1904037

Inntökureglur fyrir leikskóla Suðurnesjabæjar voru samþykktar á 15. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 5. júní 2019.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

4.Skólastjóri Tónlistarskólans í Garði

1810043

Eyþór Ingi Kolbeins skólastjóri lagði fram skóladagatal fyrir skólaárið 2019-2020.
Eyþór fór yfir skóladagatalið og skýrði helstu áherslur í starfi skólans um þessar mundir.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð þakkar Eyþóri Inga Kolbeins skólastjóra fyrir hans innlegg á fundinn.
Fræðsluráð staðfestir skóladagatal 2019-2020 fyrir Tónlistarskólann í Garði.
Fræðsluráð leggur áherslu á að lokið verði við skyggni við útihurð tónlistarskólans til að tryggja öryggi nemenda.

5.Skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis

1810044

Halldór Lárusson skólastjóri lagði fram skóladagatal Tónlistarskóla Sandgerðis fyrir skólaárið 2019-2020.
Hann fór yfir skóladagatalið og skýrði helstu áherslur í starfi skólans um þessar mundir.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð þakkar Halldóri Lárussyni skólastjóra fyrir hans innlegg á fundinn.
Fræðsluráð staðfestir skóladagatal 2019-2020 fyrir Tónlistarskóla Sandgerðis.

6.Sumarleyfi fræðsluráðs 2019.

1808081

Formaður lagði fram tillögu um sumarleyfi fræðsluráðs.
Samkvæmt tillögunni verður næsti fundur fræðsluráðs þriðjudaginn 17. september 2019.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð samþykkir tillögu formanns samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?