Fara í efni

Fræðsluráð

7. fundur 16. apríl 2019 kl. 17:30 - 19:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Sigrún Halldórsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson
Dagskrá

1.Inntökureglur leikskóla - Suðurnesjabær

1904037

Frá 20. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að unnið verði eftir þeim tillögum sem fram koma í minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í því felst að inntökualdur barna í leikskólana Gefnarborg og Sólborg verði samræmdur í 18 mánaða frá og með ágúst 2019 og mótaðar verði nýjar og samræmdar innritunarreglur fyrir leikskóla í Suðurnesjabæ þar sem m.a. verði ákvæði um aðgengi að leikskólum milli hverfa. Þá verði lögð áhersla á að leita leiða til að efla dagforeldraþjónustu í Suðurnesjabæ og horft til þess að húsnæðið Skerjaborg að Stafnesvegi 15 verði nýtt fyrir slíka starfsemi.
Bæjarráð telur rétt að byggður verði nýr leikskóli sem komi í stað leikskólans Sólborgar og svari þörf eftir leikskólaþjónustu í Suðurnesjabæ. Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs að hefja undirbúning málsins með það að markmiði að hægt verði að taka ákvörðun um framkvæmdir við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020. Jafnframt telur bæjarráð nauðsynlegt að veitt verði fjármagni til hönnunar og undirbúnings framkvæmdarinnar og felur bæjarstjóra að vinna tillögu þess efnis fyrir næsta fund bæjarrráðs.

Fyrir fundinum liggja drög að innritunarreglum fyrir leikskóla Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:
Farið var yfir drög að innritunarreglum.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar fræðsluráðs.
Fræðslufulltrúa er falið að senda drögin til umsagnar hjá stjórnendum leikskóla.

2.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

801. mál frá nefndasviði Alþingis
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?