Fara í efni

Fræðsluráð

5. fundur 05. febrúar 2019 kl. 16:00 - 17:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Elín Björg Gissurardóttir formaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Rúts Sverrisson aðalmaður
  • Sigrún Halldórsdóttir aðalmaður
  • Anna Sóley Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóna María Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðjón Kristjánsson formaður
Dagskrá

1.Fjölskyldusvið: fræðsluþjónusta

1807110

Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs ásamt fræðslufulltrúa fóru yfir minnisblað um mótun fjölskyldusviðs og hugmyndir um vinnuna framundan.

Fræðsluráð býður Guðrúnu Björgu velkomna á fundinn.

Fræðsluráð fagnar því að mótun fjölskyldusviðs sé komið af stað.

Fræðsluráð mælir með framlengingu á samningi við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar út skólaárið 2019-2020 til að skapa svigrúm fyrir mótun skólaþjónustu innan Suðurnesjabæjar.

Fræðsluráð leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta þetta einstaka tækifæri til að móta víðtæka þjónustu við fjölskyldur í Suðurnesjabæ.

2.Leikskólamál

1901013

Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs og fræðslufulltrúi fóru yfir minnisblað Róberts Ragnarssonar um ungbarnaleikskóla og minnisblað Magnúsar Stefánssonar af fundi um leikskólann Sólborg.

Minnisblað Róberts Ragnarssonar um ungbarnaleikskóla og minnisblað Magnúsar Stefánssonar af fundi um leikskólann Sólborg lögð fram til kynningar.

Fræðsluráð leggur til að skoðaður verði sá kostur að byggðir verði ungbarnaleikskólar í báðum byggðarkjörnum enda sýna tölur að þörfin er fyrir hendi.

Fræðsluráð leggur áherslu á að inntökureglur á leikskólum sveitarfélagsins verði samræmdar.

Fræðsluráð bendir á að litið verði gagnrýnum augum á viðmiðunarreglur um rými á hvert barn með þarfir nútíma skólastarfs á leikskólum í huga. Einnig út frá lýðheilsfræðilegum sjónarmiðum barna og starfsfólks.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?