Fara í efni

Ferða-, safna- og menningarráð

4. fundur 17. október 2018 kl. 18:00 - 19:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Rakel Ósk Eckard formaður
  • Vitor Hugo Rodrigues Eugenio aðalmaður
  • Bryndís Einarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Magnússon aðalmaður
  • Svavar Grétarsson aðalmaður
  • Álfhildur Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson
Dagskrá

1.Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs

1806803

Tillaga að gjaldskrá lögð fram. Ráðið fjalli um þá gjaldaliði sem heyri undir verkefnasvið þess.
Afgreiðsla:
Ferða- safna- og menningarráðs gerir ekki athugasemdir við gjaldskrá hins sameinaða sveitarfélags.
Ferða- safna- og menningarráð bendir hinsvegar á að fara þarf yfir mál er varða umsjón með útleigðum húsum og aðstoð tæknimanna þegar salir eru leigðir út.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - Ferða- safna- og menningarráð

1810047

Starfsmaður lagði fram vinnuplagg vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
Afgreiðsla:
Ferða- safna- og menningarráð gerir ekki athugasemdir við fram lagt vinnuplagg.
Ráðið bendir á nauðsyn þess að farið verið í samráð og stefnumótun í ferða- safna- og menningarmálum strax á nýju ári og óskar efti að gert verði ráð fyrir fjármagni til þess við gerð fjárhagsáætlunar. Stefnumótun í hinum ýmsu málaflokkum verði samræmd hjá bæjarfélaginu.

3.Jólin 2018

1810050

Farið var yfir framkvæmdaratriði varðandi tendrun jólaljósa.
Rætt var um hefðir hvað þetta varðaði í báðum bæjarhlutum og hvernig framkvæmdin yrði í sameinuðu sveitarfélagi.
Afgreiðsla:
Ferða- safna- og menningarráð leggur til að tendrun jólaljósa fari fram í báðum bæjarhlutum með sama hætti og verið hefur til þessa.

4.Áramót 2018

1810050

Farið var yfir framkvæmdaratriði varðandi áramótabrennu og flugeldasýningu.
Rætt var um hefðir hvað þetta varðaði í báðum bæjarhlutum og hvernig framkvæmdin yrði í sameinuðu sveitarfélagi.
Afgreiðsla:
Ferða- safna- og menningarráð leggur til að björgunarsveitirnar Sigurvon og Ægir verði fengnar til að sjá saman um brennu og flugeldasyningu. Ráðið leggur til að brennan og flugeldasýningin fari að þessu sinni fram í Garði á sama stað og undanfarin ár þar sem staðsetning og aðstæður eru með besta móti fyrir brennu.

Fundi slitið - kl. 19:50.

Getum við bætt efni síðunnar?