Ferða-, safna- og menningarráð
Dagskrá
1.Byggðasafn
1809075
Fundurinn hófs í Byggðasafninu að Garðskaga þar sem Jóhann Ísberg Rekstrarsjóri tók á móti ferða- safna- og menningarráði.
Jóhann sýndi ráðsfólki safnið og þær sýningar sem uppi eru á staðnum. Hann skýrði frá rekstrinum á Garðskaga.
Jóhann sýndi ráðsfólki safnið og þær sýningar sem uppi eru á staðnum. Hann skýrði frá rekstrinum á Garðskaga.
2.Kjörnar nefndir: erindisbréf
1808028
Farið var yfir erindisbréf ferða- safna- og menningarráðs.
Afgreiðsla:
Erindisbréf lagt fram til kynningar.
Ferða- safna- og menningarráð bendir á að í 2. málsgrein 3. greinar er ofaukið orðinu "safnaðarheimila" þar sem safnaðarnefndir í Útskála- og Hvalsnessóknum eiga og sjá um safnaðarheimili.
Erindisbréf lagt fram til kynningar.
Ferða- safna- og menningarráð bendir á að í 2. málsgrein 3. greinar er ofaukið orðinu "safnaðarheimila" þar sem safnaðarnefndir í Útskála- og Hvalsnessóknum eiga og sjá um safnaðarheimili.
3.Menningarmál: bókagjöf til nemenda grunnskóla
1809088
Erindi Hrafns A. Harðarsonar þar sem hann skýrir frá hugmynd sinni að nemendum í ákveðnum árgangi skólanna í sameinuðu sveitarfélagi verði gefnar bækur með þjóðsögum og sögnum úr Garði og Sandgerði, sem systir hans, Hildur Harðardóttir tók saman fyrir nokkrum árum. Hildur Harðardóttir vill gefa þessar bækur og telur Hrafn að þær muni vekja áhuga hjá einhverjum barnanna og/eða foreldrum og systkinum þeirra á sögu og menningu Suðurnesja og örfa lestrarfýsn og getu.
Bókin heitir Sagnir úr Garði og Sandgerði, útg 2008, prentuð í Stapaprenti, 120 bls. með teikningum eftir Helgu Harðardóttur.
Bókin heitir Sagnir úr Garði og Sandgerði, útg 2008, prentuð í Stapaprenti, 120 bls. með teikningum eftir Helgu Harðardóttur.
Afgreiðsla:
Ferða- safna- og menningarráð þakkar Hildi og Hrafni Harðarbörnum fyrir einstaka hugulsemi og stuðning við skólastarf og menningu í sameinuðu sveitarfélag sem fram kemur í erindi þeirra.
Ráðið vísar málinu til fræsðaluráðs og skólastjóra grunnskóla í sameinuðu sveitarfélagi.
Ferða- safna- og menningarráð þakkar Hildi og Hrafni Harðarbörnum fyrir einstaka hugulsemi og stuðning við skólastarf og menningu í sameinuðu sveitarfélag sem fram kemur í erindi þeirra.
Ráðið vísar málinu til fræsðaluráðs og skólastjóra grunnskóla í sameinuðu sveitarfélagi.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Til kynningar.