Fara í efni

Ferða-, safna- og menningarráð

27. fundur 20. mars 2024 kl. 17:00 - 19:13 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir formaður
  • Arnar Geir Ásgeirsson aðalmaður
  • Óskar Helgason aðalmaður
  • Heiðrún Tara Poulsen Stefánsdóttir aðalmaður
  • Hlynur Þór Valsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.80 ára afmæli lýðveldisins

2403006

Erindi dags. 05.02.2024 frá afmælisnefnd vegna 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins, kynning á dagskrá í tilefni afmælisins. Ósk um samstarf við sveitarfélögin í landinu.
Afgreiðsla:

Ferða-, safna- og menningarráð fagnar hugmyndum og tekur vel í erindið um afmælishátíð í tengslum við 80 ára afmæli lýðveldissins. Stefnt er að því að 17.júní hátíð í Suðurnesjabæ verði haldin í Garði þetta árið og fer vel á því að afmæli lýðveldisvitans í Garði verði haldið samhliða. Forstöðumanni safna er falið að setja sig í samband við fulltrúa afmælisnefndar og kynna á næsta fundi ráðsins hugmyndir um útfærslu. Einnig verður upplýsingum um viðburðinn komið áfram til þeirra kóra sem eru starfandi í sveitarfélaginu.

2.Menningarsjóður Suðurnesjabæjar

2009041

Yfirferð á framkomnum umsóknum fyrir úthlutun ársins ásamt því að fara yfir stöðu sjóðsins.
Afgreiðsla:

Alls bárust 8 umsóknir í Menningarsjóð Suðurnesjabæjar. Öll verkefni hljóta styrk að þessu sinni, samtals kr. 2.300.000. Mun afhending til styrkþega fara fram 18. apríl nk. Staðsetning verður auglýst síðar.

3.Viðburðir og menningarmál

2305068

Fundarpunktar frá fyrsta fundi varðandi undirbúning bæjarhátíðar Suðurnesjabæjar 2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:13.

Getum við bætt efni síðunnar?