Fara í efni

Ferða-, safna- og menningarráð

26. fundur 23. janúar 2024 kl. 17:10 - 18:59 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir formaður
  • Arnar Geir Ásgeirsson aðalmaður
  • Óskar Helgason aðalmaður
  • Hlynur Þór Valsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs
Dagskrá
.
Heiðrún Tara Poulsen Stefánsdóttir boðaði forföll, varamaður hennar Fanný Þórsdóttir komst ekki á fundinn.

1.Menningarsjóður Suðurnesjabæjar

2009041

Ákveða með opnun á umsóknum fyrir árið 2024 og tilkynningu um úthlutun.
Afgreiðsla:

Ákveðið að opna fyrir umsóknir 1.febrúar nk. og verður opið fyrir innsendingu umsókna út 1. mars. Ráðið stefnir að því að tilkynna um úthlutun eigi síðar en 18.apríl nk.

2.Áramót

2312026

Finna hentug svæði fyrir áramótabrennur innan sveitarfélagsins.
Afgreiðsla:

Ráðið telur mikilvægt að halda við þeirri hefð að bjóða íbúum upp á áramótabrennu á gamlárskvöld í Suðurnesjabæ. Ljóst er að vegna þróunar byggðar og aukinna krafna sem gerðar eru til slíkra brenna eru þau svæði sem hafa verið nýtt undir brennur undanfarin ár og áratugi ekki lengur nothæf. Þörf er því á að finna ný svæði sem hægt er að nota undir brennur. Slík svæði skulu uppfylla viðeigandi kröfur sem m.a. koma fram í lögum nr. 40/2015 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum ásamt samnefndri reglugerð nr. 325/2016. Einnig þurfa svæðin að vera aðgengilegt íbúum, hvað varðar bílastæði og/eða stutta aðgengilega gönguleið. Óskað er eftir því að framkvæmda- og skipulagsráð skili tillögum um svæði sem uppfylla framangreint til umfjöllunar í ferða-, safna- og menningarráði fyrir 1. maí 2024.

3.Viðburðir og menningarmál

2305068

Ákveða dagsetningar fyrir bæjarhátíð 2024, undirbúningur og nafnamál.
Afgreiðsla:

Ráðið leggur til að hátíðin sé haldin vikuna 26. ágúst til 1. september 2024. Teymi með starfsmönnum Suðurnesjabæjar og fulltrúum frá félagasamtökum munu sjá um skipulagningu hátíðarinnar. Ráðið óskar eftir hugmyndum um nafn á bæjarhátíðina í Suðurnesjabæ frá íbúum í gegnum íbúavefinn betri Suðurnesjabæ en opnað verður fyrir innsendingu á næstu dögum.

4.Safnahelgi á Suðurnesjum

2401036

Tillaga um breytta dagsetningu fyrir safnahelgi á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:

Ráðið samþykkir að taka tillit til aðstæðna og færa Safnahelgi á Suðurnesjum samkvæmt framlögðum tillögum.

5.Viðburðir og menningarmál

2305068

Möguleg hátíðarhöld í kringum sjómannadag.
Afgreiðsla:

Lagt fram. Forstöðumanni safna falið að afla frekari upplýsinga.

6.Viðburðir og menningarmál

2305068

17. júní og 80 ára lýðveldisafmæli á Íslandi.
Afgreiðsla:

Ráðið fagnar framkomnum hugmyndum varðandi 80 ára lýðveldisafmæli Íslands sem lagt er til að þróaðar verði áfram og nánar kynntar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:59.

Getum við bætt efni síðunnar?