Fara í efni

Ferða-, safna- og menningarráð

21. fundur 23. mars 2023 kl. 17:00 - 19:40 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir formaður
  • Arnar Geir Ásgeirsson aðalmaður
  • Óskar Helgason aðalmaður
  • Heiðrún Tara Poulsen Stefánsdóttir aðalmaður
  • Hlynur Þór Valsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Menningarsjóður Suðurnesjabæjar

2009041

Umsóknir í Menningarsjóð Suðurnesjabæjar 2023.
Afgreiðsla:

Alls bárust 10 umsóknir í Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar. Átta verkefni hljóta styrk að þessu sinni, samtals kr. 1.900.000 og mun afhending þeirra fara fram á Þekkingarsetri Suðurnesja. Dagsetning verður auglýst síðar.

2.Ferskir vindar 2022

2209058

Á 115. fundi bæjarráðs dags. 8. mars var skýrsla frá Ferskum vindum tekin til umfjöllunar og samþykkt samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í ferða-, safna-og menningarráði.
Afgreiðsla:

Ráðið óskar skipuleggjendum og þátttakendum til hamingju með hátíðina sem nú var haldin í 7. sinn.

Ráðið óskar eftir samtali um fjárhagslegt uppgjör og lokaskýrslu vegna verkefnisins, sbr. 6. gr. samnings á milli aðila. Starfsmanni falið að finna fundartíma.

3.Prestvarðan í Leiru - umsókn um styrk

2212069

á 42. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs var erindi frá Helgu S. Ingimundardóttir og Kristjönu H. Kristjánsdóttir vegna stígs og aðgengi að Prestvörðu í Leiru tekið til umfjöllunar og málinu
vísað til umsagnar hjá Ferða-, safna og menningarráði.
Afgreiðsla:

Ráðið tekur undir bókun framkvæmda- og skipulagsráðs en leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að halda vel utan um merkar minjar í Suðurnesjabæ. Prestvarðan er nú þegar á lista yfir áfangastaði í Suðurnesjabæ ásamt öðrum gönguleiðum sem þarf að varðveita og gera skil á. Ráðið bendir bréfriturum á að til eru sjóðir sem hægt er að leita í til að flýta fyrir uppbyggingu, s.s. Menningarsjóður Suðurnesjabæjar og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?