Fara í efni

Ferða-, safna- og menningarráð

18. fundur 21. júlí 2022 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir formaður
  • Arnar Geir Ásgeirsson aðalmaður
  • Fanný Þórsdóttir aðalmaður
  • Hlynur Þór Valsson aðalmaður
  • Agata María Magnússon varamaður
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Kjörnar nefndir erindisbréf

1808028

Erindisbréf ferða-, safna- og menningarráðs.
Afgreiðsla:

Umræður um hlutverk ráðsins og erindisbréf lagt fram til kynningar.

2.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ

2205093

Á 47. fundi bæjarstjórnar, dags. 6. júlí voru siðareglur kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða og undirritaðar og vísað til fastanefnda til kynningar og staðfestingar.
Afgreiðsla:

Farið yfir siðareglur kjörinna fulltrúa og þær undirritaðar.

3.Viðburðir og menningarmál 2022

2201045

Kynning á stöðu mála vegna bæjarhátíðar Suðurnesjabæjar sem fram fer í lok ágúst.
Afgreiðsla:

Farið yfir dagskrá bæjarhátíðarinnar og aðra viðburði sem áætlaðir eru í Suðurnesjabæ yfir almanaksárið. Ráðið lýsir ánægju sinni með dagskrárdrög hátíðarinnar og hvetur íbúa til þess að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum. Einnig eru íbúar hvattir til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri í gegnum ábendingagátt á heimasíðu og hittast og búa til sína eigin viðburði.

4.Stefna í ferða-, safna og menningarmálum

1910062

Upplýsingar um vinnu við stefnumótun í ferða-, safna- og menningarmálum.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar og mál í vinnslu.

5.Byggðasafn Garðskaga

1809075

Upplýsingar um samninga vegna reksturs á Garðskaga.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

6.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

2009054

Upplýsingar um framkvæmdasjóð ferðamannastaða en ákveðið hefur verið að flýta ferlinu við auglýsingu og úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar. Ráðið telur mikilvægt að Suðurnesjabær sæki um í sjóðinn í næstu úthlutun.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?