Fara í efni

Ferða-, safna- og menningarráð

17. fundur 28. apríl 2022 kl. 17:00 - 18:10 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Rakel Ósk Eckard formaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir varamaður
  • Gísli R. Heiðarsson aðalmaður
  • Svavar Grétarsson aðalmaður
  • Álfhildur Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Menningarsjóður Suðurnesjabæjar

2009041

Umsóknir í Menningarsjóð Suðurnesjabæjar 2022.
Afgreiðsla:

Alls bárust 6 umsóknir í fyrstu úthlutun Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar. Fimm verkefni hljóta styrk að þessu sinni, samtals kr. 700.000 og mun afhending þeirra fara fram miðvikudaginn 4. maí kl.20.00 á Bókasafni Suðurnesjabæjar.

2.Viðburðir og menningarmál 2022

2201045

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um bæjarhátíð í Suðurnesjabæ sem fer fram í lok ágúst.
Afgreiðsla:

Ráðið fagnar því að undirbúningur sé hafinn fyrir bæjarhátíð í Suðurnesjabæ og óskar vinnuhópnum góðs gengis.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?