Ferða-, safna- og menningarráð
Dagskrá
1.Viðburðir og menningarmál í Suðurnesjabæ 2020-2021
2009045
Á 28. fundi bæjarstjórnar var bókun frá 10. fundi ferða-, safna- og menningarráðs staðfest.
2.Stefna í ferða-, safna og menningarmálum
1910062
Á 28. fundi bæjarstjórnar var afgreiðsla ferða-, safna-og menningarráðs samþykkt samhljóða og samþykkt að óska eftir tillögum frá ráðinu um verkefnið og hvernig það verði unnið.
Afgreiðsla:
Ferða-, safna- og menningarráð leggur til að ráðið haldi utan um stefnumótunarvinnuna sem mun byggjast á góðu samtali við íbúa og hagsmunaaðila í Suðurnesjabæ. Ráðið leggur til að sviðsstjóri leggi fram tímasetta áætlun um vinnuna á næsta fundi.
Ferða-, safna- og menningarráð leggur til að ráðið haldi utan um stefnumótunarvinnuna sem mun byggjast á góðu samtali við íbúa og hagsmunaaðila í Suðurnesjabæ. Ráðið leggur til að sviðsstjóri leggi fram tímasetta áætlun um vinnuna á næsta fundi.
3.Merking gamalla húsa í Garði
2010059
Á 20. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs var tekið fyrir erindi frá áhugahópi um merkingu gamalla húsa í Garði.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Ferða-, safna- og menningarráð lýsir ánægju sinni með verkefnið.
Lagt fram.
Ferða-, safna- og menningarráð lýsir ánægju sinni með verkefnið.
4.Viðurkenningar
1812040
Á 28. fundi bæjarráðs dags. 11. desember var samþykkt að vísa vali á viðurekenningum jólahúsa frá og með árinu 2020 til Ferða-, safna- og menningarráðs.
Afgreiðsla:
Ráðið tekur verkefninu fagnandi og hvetur íbúa Suðurnesjabæjar til þess að skreyta hjá sér fyrir jólin og lýsa upp skammdegið. Gert er ráð fyrir að afhenda viðurkenningar 22. desember.
Ráðið tekur verkefninu fagnandi og hvetur íbúa Suðurnesjabæjar til þess að skreyta hjá sér fyrir jólin og lýsa upp skammdegið. Gert er ráð fyrir að afhenda viðurkenningar 22. desember.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Sökum takmarkana í þjóðfélaginu vegna Covid-19 verður kveikt á jólaljósum jólatrjáa í sínu hvoru hverfinu að morgni 1. desember með yngri deildum grunnskólanna. Þá er unnið að útfærslu flugeldasýninga í samráði við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ. Sökum aðstæðna er lagt til að ekki verði brenna á gamlárskvöld í ár.